Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 14

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 14
62 ÆGIR Ritari: Hermann Þorsteinsson, Seyðis- firði með 3 atkv. Varaforseti: Vilhjálmur Árnason, Há- nefsstöðum með 4 atkv. Vararitari: Jónmundur Halldórsson, Mjóaíirði með 3 atkv. Hinn nýkjörni forseti tók þá við stjórn þingfundarins og rannsakaði kjörbréf fulltrúanna og voru þau tekin gild. II. Sleiiwlíumálið: Eftir tillögu fram- sögumanns Herm. Þorsteinssonar var sett þriggja manna nefnd í málið og hlutu þessir kosningu: Hermann Þorsteinsson, Bjarni Sigurðsson og Jónmundur Hall- dórsson. III. Saltmál: Eftir nokkrar umræður var samþ. að fresta að taka nokkra á- kvörðun í þessu máli. IV. Fiskihöfn fyrir Austfirðingafjórð- ung: Eftir nokkrar umræður var sam- þykt að kjósa þriggja manna nefnd til þess að athuga þetta mál og koma fram með tillögu i þvi síðar á þinginu. Kosn- ingu hlutu: Hermann Þorsteinsson, Ing- var Pálmason og Jónmundur Halldórsson. V. Erindreki erlendis: Eftir nokkrar umræður var borin upp og samþykt svo- hljóðandi tillaga: »bjórðungsþingið er eindregið með þvi að erindreki Eiskifélags Islands í útlönd- um haldi áfram að starfa, og álítur að Fiskifélagið sjálft, eigi að ráða yfir hon- um að öllu Ieyti«. VI. Lfósker út af Berufirði: Umræður um þetta mál urðu allmiklar. Forseti las upp fundargerð frá fundi, sem haldinn var á Djúpavog 2. þ. m. um þetta mál, sem felur i sér talsverðar upplýsingar um viðkomandi siglingaleið. Nefnd þeirri, sem kosin var til að gera tillögu í fiski- hafnarmálinu, var falið að koma fram með tillögu í þessu máli, síðar á þinginu. VII. Ábgrgðarfélög: Eftir langar um- ræður voru kosnir i nefnd i málinu, þeir: Ingvar Pálmason, Vilhjálmur Árnason og Jóhann Þorvaldsson. VIII. Líflrygging sjómanna: Eftir nokkrar umræður bar Vilhjálmur Arna- son fram svohljóðandi tillögu: »Fjórðungsþingið samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til þess að athuga þetta mál og semja tillögu í þvi, er vænt- anlegum fulltrúum verði falið að flytja á næsta flskiþingk. Tillaga þessi var samþykt með meiri hluta atkvæða og kosnir voru i nefnd- ina, þeir: Ingvar Pálmason, Jónmundur Halldórsson og Jónas Andrésson. Nefnd sú, sem kosin hafði verið til þess að koma fram með tillögu i Stein- oliumálinu lagði fram skriflegt álit um málið og svohljóðandi tillögur: 1. Með skýrskotun til þingsályktunar síðasta aukaþings um einkasölu á steinolíu, lítur fjórðungsþingið svo á, að brýn nauðsyn sé til þess, að al- þingi og stjórnarráð haldi málinu vakandi og sleppi engu hentugu tæki- færi til þess að koma því í fram- kvæmd. 2. Fjórðungsþingið felur Fiskifélagi ís- lands, að skora á landsstjórnina, að annast um að steinolía hennar verði jafnóðum og hún kemur, lögð upp á hentugum stöðum á Austfjörðum, eins og aðrar landssjóðsvörur til útbýting- ar, að réttri tiltölu við Reykjavik og önnur héruð landsins og seld með sama verði og í Reykjavik. 3. Fjórðungsþingið telur það óumflýjan- legt og í fullu samræmi við umsjón- arvald stjórnarráðsins á landssjóðs- yörum, að það ákveði hámarksverð á steinolíu þeirri, er kaupmenn fá hjá því til þess að selja«. Tillögurnar voru hornar undir atkvæði hver fyrir sig og samþyktar í einu hljóði. 2. tilöguna var forseta falið að síma

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.