Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 9

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 9
ÆGIR 57 í margra alda deyfð og dáðleysi íslenzku þjóðarinnar, voru þau orð, sem flestum duttu í hug þá. Það var engin tilviljun að þessí orð bárust sem eggjunarorð frá 5rmsum mönnum úr öllum landsfjórð- ungum, án þess að hver vissi af öðrum. Og það var ekki látið standa við orðin tóm. Það var safnað liði. Við erum svo lánsamir að á þessum tímum, er flestar þjóðir heims safna liði sinu til víga, að geta þá safnað okkar liði til giftusamlegra friðarstarfa. Fyrsti árangurinn af liðsöfnun okkar er nú hér komin í sýnilegri mynd, »Lag- arfoss«. Það hefir tekist á þeim erfiðustu tímum, sem enn hafa komið, til skipa- kaupa að bæta »Goðafoss«, svo, að tæpu missiri eftir aó hann lagði hér frá bryggj- unni i síðustu ferðina sina, liggur »Lag- arfoss« hér í hans stað. Skipastóll okkar er jafnstór, sem hann var áðar enn við mistum »Goðafoss« — af því að við tók- um okkur í munn orð Ólafar — og breyttum samkvæmt þeim. Skipið er að vísu ekki eins og »Goða- foss«. Farþegaþægindin eru t. d. minni. En hver hirðir um það nú? »Lagarfoss« hefir þann kostinn, sem mest er um vert nú. Hann er ágætur til vöruflutninga. Hann ber meira en »Goðafoss«. Hann flutti nú frá útlöndum á 12. hundrað smálestir af nauðsynjavörum sem hann er nú búinn að skifta á Norður- og Aust- urland. Hann er all ganggóður og kola- spar. — Útgerðarstjóri og skipstjóri eru mjög vel ánægðir með skipið. Þótt oss vanti enn mikið til þess að geta fullnægt flutningaþörfmni, þá er það svo, að »Gullfoss« og »Lagarfoss« geta, ef þeir halda sifelt úppi Amerikuferðum, flutt að landinu alt það, sem vér þurfum af nauðsynlegustu matvælum árlega. Svo þ5rðingarmikið er það að hafa fengið hingað þetta skip, þótt betur megi enn ef duga skal. Fyrir tveim mánuðum áttum við ekk- ert skip hér og áttum ekki von um að sjá skipin hér fyrst um sinn. Nú liggur »Gullfoss« í New York og fermir vörur, en »Lagarfoss« er hingað kominn. Gleðj- umst yfir því! Og þökk sé hverjum þeim, er lagði sinn skerf þar til. Tvo þriðju hluta af hlutafé því, sem um var beðið er vér mistum »Goðafoss« hefir þjóðin lagt fram. Eigum við nú ekki að stíga á stokk og strengja þess heit, að úr því meðlæti forsjónarinnar og dugur og drengskapur landsmanna hefir fært okkur þetta skip heilt að landi á þessum alvörutímum, þá skulum vér áður en sól stendur hæst á lofti á þessu sumri vera búnir að leggja fram þau 200 þúsund, sem á vanta, að við getum byrjað að afla oss þriðja skipsins? Fallega væri þá »Lagarfossi« heilsað. Þetta er í þriðja skifti sem vér heils- um nýkomnu skipi Eimskipafélagsins á rúmum tveim árum. Slíkt hefði einhvern tima þótt’ draumur, sem ekki væri lík- legur að rætast. En hann hefir ræst. Mér þykir vænt um þessa móttöku- daga skipanna okkur, þegar þau koma hingað fyrst. Það er svo sjaldan, sem við íslendingar komum saman mann- margir. Og enn sjaldnar að um hópinn leiki þessi notalegi ylur, sem ekki er framleiddur með dýrkeyptu erlendu elds- neyti, heldur skapast af samstiltum slög- um ótal íslenzkra hjartna. Þenna yl finst mér eg hafa orðið var við við öll skiflin. Og mér fmst eg verða var við hann engu síður nú. Nú heilsum við með gleði þessari við- bót við litla skipaflotann okkar. Við heilsum þér »Lagarfoss« sem fögr-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.