Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 20
68 ÆGIR in« hans svörnu óvinir hættu að ónáða hann, að ógleymdum »Geir«. Legufæri Týrs voru ekki nógu sterk svo hann slitnaði upp eftir stutta legu; hafði þá fengið 66 skrokka, sem gáfu af sér um 40 tunnur lifrar, sem sýnir að hákarlinn hefir verið vænn. Skipstjórinn bjóst við að liggja lengur og ætlaði að hirða nokkra skrokka áður hann létti akkeri, en sökum þess að skipið slitnaði upp, varð ekkert úr þvi. Svíar hafa salt- að hákarl og selt hann þannig til Þýzka- lands og skrápurinn kvað vera dýrmæt vörutegund, notaður til bókbands. Þar eð þessi ferð var gerð til reynslu og einnig til að hásetar gætu haft eitthvað fyrir stafni, þá voru tunnur hafðar til að láta lifrina i, en eins og efalaust ltestir vita, þá eru sérstakir kassar ætlaðir til þess og frá þeim ramlega gengið. Beita var heldur ekki eins og skyldi, var bæði hörgull á rommi, en það vill hann hafa, þvi hann er non-templar, en þó fékk hann bragð, og ketið máske ekki upp á það kröftugasta, en þegar svona drekar taka öngulinn, skrokkar, sem eru 50—60 kr. virði, þá má með rétlu segja að hlaupi á snærið. Þessi veiði mun reynast hin ódýrasta, sem mót- orbátar geta stundað, þar eð olíu þarf ekki að eyða, meðan á veiðinni stendur. »Týr var þó ekki fyrsta skipið, sem reyndi fyrir hákarl, það var ísafoldin frá Hafnarfirði, sem það gerði, og var alli hennar um lok 60 tunnur liirar; sem hún fékk á fáum dögum. Þar eð ekkert hefir verið um liákarla- veiði hugsað, eru tilfæringar lítt fáanleg- ar enn þá. Legufæri þurfa helst að vera drekar og pertlínur eða hvalatrossur, en hvar fæst slíkt nú? Bátar, sem stunda eiga allskonar veiði, sem eiga að vera tilbúnir hvenær sem er, að geta breylt um veiðiaðferðir, verða á endanum svo dýrir, að enginn rís undir því og sist, séu ekki þeir menn á skip- um, sem kunna til hlýtar hverja aðferð- ina fyrir sig, og þurfi ekki að byrja lær- dóminn þegar nota á þau tæki til veiða, sem kosta of fjár. Hugsum oss t. d. 40 þús. kr. mótor- hát. Hann á að vera tilbúinn i alt, og til hans eru keyptar lóðir, þorkanet, snurpi- nót, reknet, máske hotnvörpur, hákarla- veiðafæri, svo sem drekar, sóknir, pert- lina m. fl. auk breytiuga á sjálfum bátn- um og snurpibáta. Hvert er ekki verð bátsins orðið þá, hvílíka upphæð þarf ekki hér að renta og hvilíkir snillingar í veiðiaðferðum þurfa þeir skipsljórar ekki að vera, sem trúað er fyrir þannig út- reiddnm bátum, með það fyrir augum, að úthaldið verði ábati en ekki halli. Hnekkur sá, sem útgerðin öll hefir fengið, vegna kola, olíu og sattleysis verð- ur ekki í fljótu bragði áætlaður, en hér er efalaust um miljóna tap að ræða, og sá skaði deilist á alla þá, sem með kjark og dugnaði lögðu sitt fram til að auka útveginn, sem er máttarstólpi þjóðarinn- ar, til að veita fjölda manna vinnu og gera margt gott. Sumir ern svo stæðir, að þeir þola skellinn, en margir þola ekki þau óhöpp, sem yfir dynja nú. Þegar nú hingað er komið, þá ættu menn að reyna að koma sér saman um eitthvað ákveðið með veiðar og veiðiað- ferðir, útveganir til útgerðar, mynda ein- hvern félagsskap milli eiganda skipa, þar sem þeir, sem þekkja hvað er að gera út skip styrkja þá, sem ekki kunna það, áður en öll útgerð mótorbátanna fer í kalda kol. All verður að lærast eigi menn að kunna og því fer nú ver, að sá hugsun- arháttur er ofarlega á bekk hjá þjóðinni, að óhætt sé að taka að sér hvaða starf sem er, þvi það lærist fljóttist, en slíkt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.