Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 8
56 ÆGÍR „Lag,arfoss“. Laugardagsmorgun hinn 19. maí ld. 11 f. h. lagðist hið þriðja skip Eimskipafé- lagsins »Lagarfoss« að hafnarbryggjunni. »Earl Hereford« botnvörpuskip skipstjóra Halldói-s Þorsteinssonar fór á móti skip- inu og flutti hann þá borgara bæjarins, sem stjórn Eimskipafélagsins hafði boð- ið til þess að fagna því. Voru það ráð- herrarnir 2, bankastjórar, kaupmenn, blaðamenn o. 11. Lúðraflokkurinn »Harpa« skemti mönnum á leiðinni upp undir Akranes. Rar var »Lagarfoss« fyrir og lagðist »Earl Hereford« við hlið hans og hleypti gestum Eimskipafélagsstjórnarinn- ar upp í hann. Ileilsuðu menn skipstjóra hr. Ingvari Þorsteinssyni og dreifðu sér svo til þess að skoða skipið meðan á siglingu stóð til hafnarinnar. Skipið er í alla staði hið mvndarleg- asta, sterklegt að sjá fyrir ofan sjó og vissa fyrir því að það sem sjórinn hylur sé einnig traust er sú, að botninn allur er nýr, hver einasta plata; fór sú aðgerð fram i fyrra (ágúst 1916) og auk þess er Donkeykeiill nýr, látinn i sldpið 1915. Þar eð þetta sldp er ætlað að eins til vörullutninga eru farrými lítil, að eins fyrir 14—16 manns. Skip þetta hét áður »Profit« og var um 6 ái'a skeið i förum við Kínastrend- ur aðallega milli Bankok og Singapore og sést á öllu, að vel hefir verið farið með það. Á þilfari er mjög rúmgott og skýlið í kringum Promenadedekkið munu margir, er með skipinu ferðast, blessa. Stærð skipsins og ýms mál (í fetum). »Profit«, sem nú heitir »Lagarfoss« er smíðaður úr stáli á Nylands skipasmíða- stöð í Kristianía árið 1904, eftir reglum Norsk Veritas’ flokki f 1. A. 1. Lengd 225', breidd 33' 7", dýpt 19' 6". Ristir með 1565 tonnum 15'6", ristir með 1295 tonn- um 14', ristir tómt 6' 7". Brutto tonnatal 1126 tons, netto 715 tons, burðarmagn hér um bil 1565, hraði 10 mílur. Rúm- mál framlestar. 48230 kub. fet., rúmmál afturlestar 24620 kub. fet. Kjölfestukassar rúma alls (af sjó) 264 tons, kolaforða- rúm rúma alls 198,7 tons. Vélin. Hún er einnig smiðuð á Nj'- lands skipasmíðastöð, og er af fyrsta flokki eftir reglum N. V.; er það þri- þensluvél = Tregangsexpansions maskine með yfirborðsþétii. Þvermál bulluhólka er 16,5" x 27" X 44", Hestaöfl um 700 (ind); gufuketill- inn er að þvermáli 14' 6" og 10' 6" langur. »Ceres« er fyrir var veilt frá biyggjunni svo »Lagarfoss« gæti komist þar að. ótölulegur grúi fólks kom fram að höfn- inni til þess að sjá hið nýja skip og fagna því. En er það hafði slegið landfestum, gekk fram Sveinn Björnsson, formaður Eimskipafélagsins, og hélt ræðu þessa: Það var dapurt yfir okkur flestum skammdegisdagana í vetur þegar við frétt- um að við hefðum mist »Goðafoss«. Hug- ur margra íslendinga hvarf þá að Straum- nesi, og þangað voru sendar margar hug- heilar óskir um að skipinu yrði bjargað. Þvi miður brugðust þær vonir og óskir. En sjaldan hafa kjarnmeiri orð hljóm- að um landið þegar mótlæti hefir borið okkur að höndum, heldur en einmitt þá. Þeir vantrúuðustu hafa hlotið að finna til þess þá, að stofnun Eimsldpafélagsins var engin rótlaus'augnabliksvíma, heldur lá á bak við alvarlegur, staðfastur vilji allrar þjóðarinnar, vilji, sem ekkert óhapp eða mótlæti vinnur bug á. »Ekki skal gráta Björn bónda heldur safna liði«. Þessi hreystiorð miðalda-kven- körungsins, er lýsa sem leiftur um nótt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.