Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 18
66
ÆGIR
Vertíðin 1917.
í marzblaði »Ægis« var stutt yfirlit yfir
það, sem liðið var af vertíð til 20. marz.
Nú eru lokin komin og ætti því við-
bótin að birtast í þessu blaði, og verður
að einhverju leyti birt, en því miður er
sú viðbót sorgleg, þar eð veiðar urðu að
mestu eða öllu leyti að hætta vegna salts-
kola- og olíule)rsis, og er það hrygðar-
sjón, að horfa á hin mörgu fiskiveiðaskip
liggja hér hópum saman inni á höfn í
beztu tíð og komast ekki út á fiskimiðin,
þar sem nógur fiskur hefir verið fyrir.
Einstaka menn, hafa til þessa getað
haldið skipum og bátum úti, en yfirleitt
er sá skortur á því helzta, sem þarf til
útgerðar svo, að allar hjargir eru bann-
aðar. Það er þýðingarlítið að drepa fisk-
inn, þegar saltleysið gerir afla ónjdan.
Eitthvað hefir verið gert í þá átt að
herða fisk, en það geta ekki allir, vanta
bæði staði til þurkunar og annað er til
þess þarf. Með sparnaði má án efa telja
það víst, að mótorbátum hefði mátt halda
lengur úti vegna oliuleysis, en menn vilja
ekki skilja það, að vélarnar á velreidd-
um bátum eru hjálpartæki, sem nota á
þegar segl verða einhverra hluta vegna
ekki notuð, en þau ber að nota hvenær
sem færi gefst, og með notkun þeirra á
að spara hina dýru vöru olíuna — til
þess eru seglin. Séu þau ekki til þess, þá
er það bein hugsunarvilla að taka ekki
möstur úr hverjum einum einasta bát
og hafa engin segl, því þau möstur taka
vind, það stendur í þau og í hverjum
túr fara nokkrir pottar af oliu til að yf-
irvinna mótstöðukraft þann, og þeir pott-
ar geta orðið að tunnum. Segl þau, sem
aldrei eru leyst út böndunum fúna íljótt
og vel, svo að það getur aldrei orðið
neinu vátryggingarfélagi huggun að vita
að bátar hafi segl, sem þeim geti orðið
til bjargar bili vélin, eigi það að verða
algeng regla hér að nota þau aldrei nema
þegar mest liggur á, enda er það búið
að sýna sig hvað þau duga, þegar í nauð-
ir rekur, seglin fúin, hnútar á fölum
(dragreipum) og illa »benslaðar« blakkir.
Þótt nú að olía hefði sparast og bátum
af þeirri ástæðu verið haldið lengur úti,
þá rak að því sama; saltleysið knúði
menn til að hætta. Vertíðin var storma-
söm og eyðsla því meiri á vélum og ol-
íu, en hefði orðið í góðri tið, en þótt
hún hefði verið blíðviðra og allasöm, þá
rak samt að því sama, saltið hefði gengið
fljótara upp, og bátar orðið að hætta fyr
en þeir gerðu.
Á þvi hefðu eigendur báta grætt, en í
þess stað, sökum þess að saltið trevnd-
ist vegna ógæfta, urðu þeir að halda
mönnum og eflaust sjá þeim fyrir þvi
fæði, sem skipverjar sjálfir ekki gátu
borgað, vegna þess hvað hlutur var rýr,
og þau útgjöld mikil t. d. beitupeningar
og þátttaka í olíubrúkun á þeim bátum,
þar sem menn voru ráðnir upp á hlut,
fæða sig sjálfir og að taka þátt í ofan-
greindum útgjaldaliðum.
Þessir beitupeningar munu nú vonandi
hafa náð hámarki sínu, þar sem beita í
einn róður á meðal mótorbát kemst upp
i 80 kr. Þvi gera menn ekki tilraunir til
að róa með færi og renna beru, það
hefir oft hepnast, að eins að gera til-
raunir til að losa sig undan því fargi að
verða að gefa 80—100 kr. fyrir beitu á
lóðirnar í eina ferð; hvessi á útleið-
inni og lóðir verði eigi lagðar, þá er
beitan ónýt og þeim krónum fleygt út til
einskis. —,
Beitusparnaður væri það að hafa aðra
beitu með síldinni t. d. ljósabeitu; hana
tekur fiskurinn einnig og venjulega vænni
fiskur, en hér mun sú trú orðin rótgró-