Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 6

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 6
54 ÆGIR lega gekk í fyrstu af ýmsum ástæðum og ekki sízt þeirn, að skipstjórar voru erlendir og ókunnugir. Samt blessaðist fyrirtækið það vel, að Geir sá sér fært að bæta öðru sldpi við, Reykjavíkinni, árið 1873 og þriðja skipinu nokkrum ár- um síðar, Gylfa. Á þessum árum lagði Geir grundvöllinn undir sjómenskukenslu hér í landi með því, að hann hélt ein- um etnilegum háseta sínum til lærdóms í þeirri grein. Það var Markús Bjarna- son, síðar skólastjóri Stýrimannaskólans, sem fyrir tilstuðlan Geirs hóf nám hjá síra Eiríki Rriem, þá nýorðnum presta- skólakandídat. Þeir Geir og Markús unnu svo i sameiningu að því að fá aukna kenslu í farmenskufræðum, fengu þvi á- orkað, að styrkur var veittur af almanna- fé til hennar, og loks, að Sjómannaskól- inn var settur á stofn með lögum 22. maí 1890. Næst í röðinni af skipum G. Z. var skonnortan »Fálkinn« keypt frá Færeyj- um; siðan lét hann smíða skonnortu á Thurö i Danmörku og heitir það skip »Geir« og er við lýði enn. Það skip stundaði hákarlaveiðar. »Mathildur« (Ane Mathilde) var einnig skonnortuskip; hana keypti Zoéga af Vogamönnum. »To Ven- ner« skonnorta var smíðuð í Danmörku, hana áttu þeir G. Z. og Jón Ólafsson i Illíðarhúsnm fyrst i félagi, en síðar G. Z. einn. »Margrét« kútter ágætisskip, »Har- aldur« slúp og »Toiler« kútter. Öll þessi skip hafði G. Z. gert út og fleiri þó, þegar ensku botnvörpuskipin byrjuðu að reka veiðar sínar hér við land. Þá hættu Englendingar að nota kúttara sina, sem áður höfðu veitl með botnvörpum. Mun G. Z. hafa séð það, að hér mundi um góð þorskveiðaskip að ræða þar, sem kúttararnir voru og tók hann sig þvi upp og lagði á stað til Englands til skipa- kaupa hinn 10. febrúar 1897. í þá ferð tók hann með sér skipstjórana Guðmund Kristjánsson og Kristján heitinn Rjarna- son, sem druknaði, er skip hans »Oak« hvarf snemma á vertíð 1903. Var Kristj- án hróðir Markúsar skólastjóra Rjarna- sonar. Með honum fór einnig Gunnlaug- ur Torfason skipasmiður og fór hann sem skoðunarmaður skipa þeirra, sem keypt kynnu að verða og sýnir það fyr- irhyggju Geirs. Er út kom var úr nógu að velja, og á hinum sama degi mun G. Z. hafa fest kaup á 5 skipum, á þremur fyrir sjálfan sig og tveim fyrir aðra. Þau sem hann keypti fyrir sjálfan sig voru kútterskipin: City of Edinbourg, City of Liverpool og Lusty, voru skip þessi nefnd öðrum nöfnum, er þau komu hingað, og voru kölluð Friða, Sjana og Jósephina; hin skipin munu hafa verið Sigríður (Th. Th.) og Haraldur, sem lengi var kendur við Akranes, hét áður »William Eoys«. Mánuði eftir að G. Z. lagði héðan á stað, eða 10. marz, voru skipin keypt, og að öllu leyti ferðbúin til íslandsfarar voru 3 þeirra, og lögða á stað þann sama dag. 7 og 8 daga voru þau á leiðinni. Kom Kristján Ejarnason fyrstur hinn 17. marz, og hinn 18. komu hin. Á 7 dögum voru skip þessi allermd hér, voru öll hlaðin kolum og cementi, hreinsuð, útbúin með saltkössum og öllu því er þorsveiðaskip þurfa að hafa inn- anborðs og voru ferðbúin til veiða hinn 25. marz. Þá var unnið hjá Geir. Skipin náðu mesta hluta vertíðar og tilgangin- um var náð. Þetta, að G. Z. hafi farið til skipakaupa til Englands og lýsing þessi kann í fljótu bragði að virðast lítið efni til að skrifa um langt mál, en fyrir fiskimenn lands- ins er sú ferð þýðingarmikil og vert að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.