Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 17

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 17
ÆGIR 65 siglingarnar með ströndum fram. Og þeir sem vel þekkja til skipaleiðar yfir Húna- flóa hafa fylstu ástæðu til að álita, að vitaleysið þar hafi átt sinn þátt í hvað mörgum skipum liefir slisast á þessari leið, og margir menn mist lífið. Flest þau hákarlaskip og fiskiskip sem farist hafa af Norðurlandi hafa farist á Húnaflóa, ýmist djúpt eða grunt, sum fast við landið, og hættan á þessari leið verður alt. af sú sama fyrir smáskip. Jafnvel meiri en áður síðan þessar vetr- arsiglingar byrjuðu; meðan ekki kemur viti á hentugan stað til leiðbeiningar við innsigling á hafnir þær, sem á flóanum eru. Þær hafnir, sem um er að ræða á Húnaflóa, fyrir skip að leita inn á er, Reykjarfjörður innri, Norðurfjörður og Ingólfsfjöi'ður, alt öruggar og góðar hafn- ir. En hvar heppilegast væri að setja vita á þessu svæði, get eg ekki vel sagt um. Að því leyti væri hann líklega bezt settur á Reykjanesi norðanvert við Reykjafjörð, því þá gæti hann lýst nokkurn veginn jafnt bæði inn á Reykjarfjörð og Noi'ð- urfjöi'ð. En sá ókostur er við þennan stað að bæði er nesið lágt að fi'aman svo vitinn þyrfti líklega að standa nokkuð frá sjó til að geta lýst nógu langt út. Kring- um Reykjanesið er líka skerjótt og ó- hrein leið, grunnt, svo eg verð að telja að þarna sé alls ekki tiltækilegt að reisa vita. Aftur á móti tel eg að væri mjög gott vitastæði á Knarnesi norðanvert við Norð- urfjörð, og á þessum stað gæti vitinn ver- ið leiðbeinandi bæði inn á Noi'ðurfjöið og Ingólfsfjörð; kringum Knarnesið er skerjalaus og hrein leið þétt upp að landi og innsigling á báða þessa firði hrein og hættulaus. Sjálfsagt kæmi viti á Iínai'nesi að litlu gagni við innsiglingu á Reykjarfjörð, þó verð eg að álíta að undir mörgum kring- umstæðum geti hann orðið til góðrar leiðbeiningar inn á Reykjarfjörð, ef skip vildu heldur leita þar hafnar en á hin- um fjöi’ðunum. En sjálfsagt væri þá nauðsynlegt að settur yrði smáviti eða gott hafnarljós við kaupstaðinn á Reykj- arfirði til leiðbeiningar við innsiglinguna á fjörðinn. Alt þetta yrði að taka til ná- kvæmlegrar rannsóknar og athugunar. Áreiðanlega kæmi vitinn að mestu gagni fyrir öll innlend skip einkum fxskiskip, stæði hann á Knai'nesi; bæði bezt að taka þar land þegar dimt væri, og inn- siglingin svo stutt, hvort heldur farið væi'i á Norðfjörð eða Ingólfsfjörð. Eitt er enn sem gerir það nauðsynlegt að viti sé reistur á þessu umi'ædda svæði, það eru síldarveiðastöðvarnar sem nú eru að rísa upp á Ingólsfirði og Reykjar- firði, og mikið liklegt að þess verði ekki langt að bíða, að sildarstöðvar vei'ði lika í'eistar á Noi’ðurfirði, og þar sem síld- veiði er rekin eru miklar sldpaferðir langt fram á haust, og þegar vel gengur fram á vetur. Á þessum stöðum eða rétt- ara sagt frá þeirn, er líka talsvert stund- uð hákarlaveiði á vetrum á opnum skip- um eða mótorbátum, einkum þegar fram á veturinn kemur, og væri ómetanlegt gagn sem viti á þessum stað gæti gert fyrir þá útgerð, tel sjálfsagt, að hún mundi rnikið aukast þegar viti væri kominn. Þessu sinni fjölyi'ði eg nú ekki mejra urn þetta mál, vona að það verði tekið til athugunar, og því byrji vel. Reykjavík í apríl 1917. Edilon Grimsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.