Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 19

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 19
ÆGIR 67 in, að ekki sé hægt að ná flski á lóð, án sildar á hverjum krók. Eitt af því marga, sem gjörir mótor- bátaútgerðina dj'rari en þarf, eru hinir of kraftmiklu mótorar, sem settir eru i bátana, eflaust án þess að farið sé þar eftir nokkrum reglum. Hinir aflmiklu mótorar eyða miklu meiri olíu en hinir, og þótt dregið væri 20 hkr. af t. d. 60 hkr. vél, þá eyðir hún meiri oliu með hinum notuðu 40 hkr., en 40 hkr. mót- or mundi gjöra og mun vart gefa jafn- góða ferð, í það minsta ekki meiri. Þar sem 40 hkr. vél er nægileg fyrir bát, þá er alt þar framyfir óþarft og aðeins til eyðslu. Það þarf enginn að hugsa það, að gefi 40 hestakr. mótor 6 mílna hraða, að þá hljóti 80 hkr. mótor að knýja hinn sama bát áfram 12 mílur. Við vissan hraða bátsins, sem fer eftir byggingar- lagi hans er takmarkið sett, þann hraða kemst hann en ekki hraðara, hverjum brögðum sem beitt er, og svo er eitt ennþá. Utgerðarmaður, sem einng er skipstjóri og mótoristi, og sem sjálfur hefir verið formaður á bátum sínum hefii sagt mér, að á mótorbát sem er eign hans og í hverjum er 36 hkr. vél var olíueyðsla 2 föt á sólarhring, en hann lét hann aldrei ganga fyrir meira afli en 26—28 hkr. þ. e. dró af honum 8—10 hestaöfl, og með því gekk báturinn ágætlega, en ef hann notaði alt afl mótorsins, þá eyddi hann 3 fötum af olíu á sólarhring en hraðinn sem þetta 3ja fat og hin 10 hestaöfl gáfu fram yfir hina vanalegu ferð var aðeins V-t úr mílu; sýnir þetta dæmi það ljóst, að það er ódrjúgt að láta mótora ganga fyrir öllu því afli, sem þeir geyma, en hjá óvönum mönnum mun það altítt að svo sé gert, og þegar það bætist við að segl eru aldrei notuð, þá er ekki að furða þótt þessi liður útgerðarinn verði álitleg upphæð. Norðanrokið mikla, sem byrjaði laug- ardagskveld fyrir páska, var eitt af hin- um skörpustu norðanveðrum, sem hér koma og auk þess fylgdi því grimdar gaddur, en rok þetta gerði þó litlar skemdir á skipum hér, en 4—5 dögum síðar rakst »Valborg« eign þeirra Magn- úsar Magnússonar framkvæmdarstjóra og Ólafs Teitssonar skipstjóra skipsins, á sker við Garðskaga og varð algert strand; hafði Olafur verið fyrir sunnan land í norðanrokinu, og var nú á heimleið er slisið vildi til. Siðan salt varð ófáanlegt hafa skipin legið inni, en nú er að byrja veiði sú sem áður þótti gróðafyrirtæki að stunda, en sem lagðist niður og hefir eigi verið stunduð héðan í fjöldamörg ár, en það er hákarlaveiðin, og betur hefði farið, hefði hún verið stunduð í fyrra og árið þar áður, það hefði gefið peninga. Nú er hún þó að lifna við aftur og er það mótorskipið T)rr, eign þeirra Runólfs Stefánssonar, Magnúsar skipstjóra Sveins- sonar, sem er formaður skipsins o. íl., sem farið hefir á hákarl úr Reykjavik. Á skipinu eru vanir hákarlamenn að vestan, því til þessarar veiði þarf jafnt vana menn og til lóðafiskiríis, menn verða að kunna aðferðina ef vel á að fara, en ekki taka að sér starf og fara fyrst að læra það, þegar á kunnáttunni ríður mest, til slikra æfinga er öll útgerð of dýr um þessar mundir. »T5rr« lagðist fyrst hér í Faxabugt, en hákarlinn var smár, sem þar fékst, og hélt hann þvi þaðan og lagðist djúpt af Eldey og þar var nóg fyrir, enda hefir hákarlinn haft tíma til að aukast og margfaldast siðan »Gylfi« og »Reykjavík-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.