Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 7
ÆGIR
55
hennar sé getið, því hún gerbreytti út-
vegnum hér, og hún varð til þess, að
tugir af samskonar skipum gengu héðan
til veiða á næstu árum, því skipum Geirs
fylgdu þegar önnur. Fiskimennirnir vildu
ekki ráða sig á annað en kúttara úr því
þeir fóru að sjást. Þar voru ábyggileg
skip 0g rúmgóð og þægindi fleiri en menn
voru vanir hér á fiskiskipum áðui'. Reir
sem peninga áttu, kepptust um að ná í
kútter og útvegur þessi óx hröðum fet-
um. í kaupum þessum voru sumir ó-
hepnir, enda ekki eins fyrirhyggjusamir
°g Geir, að hafa með sér eða senda út
skipasmið til að skoða skipin, áður enn
kaup voru gerð.
Eins og G. Z. var frumkvöðull til að
Stýrimannaskólinn var stofnaður, eins
má með rétlu segja að Englandsför hans
1897, hafi verið byrjun til annars skóla,
sem fjöldi manna nýtur nú góðs af, og
það er hin verklega þekking, sem ruddi
sér svo til rúms eftir að kúttararnir komu,
meðal fiskimanna hér, að þeir á sköm-
um tíma komust þangað, sem annara
lflóða fiskimenn láta staðar numið.
Skipstjórar og stýrimenn saumuðu og
sniðu sín eigin segl, og mun það fátítt,
að jafnmargir kunni þá iðn og hér.
Eegar skipin hættu veiðum á haustin,
Var þeim lagt i vetrarlegu og þannig
ÞEfin, að þegar litið var á flotann, þar
sem hann lá, mátti ætla að hér væru
skemtiskip en ekki fiskiskip; þannig voru
Þau fáguð og vel frá öllu gengið, og þeir,
sem gera það, sanna að þeir hafi gengið
1 Segnum góðan skóla, sem fyrir sjómenn
yfirleitt mun hinn aífai'asælasti.
um io ára skeið gerði svo G. Z. út
þessa tegund skipa, og hætti þá fyrir
ínlt 0g alt útgerð, það var um 1908, og
nu 9 árum eftir eru þessi skip að hverfa
m sögunni. Botnvörpuskip og mótorskip
hafa nú rutt sér til rúms; þar er byrj-
aður nýr skóli, bygður á kunnáttu manna
frá þeim gamla, og reynslu þeirri, sem
menn fengu þar.
Fleiri skip enn hér eru nefnd átti G.
Z., t. d. kútter Guðrúnu* Zoéga og auk
þess parta í skipum, en það sem hér er
talið, mun nóg til að sýna hvílíkur vinnu-
veitandi sjómannastéttarinnar hann var.
G. Zoéga var jarðaður h. 2. apríl og var
líkfylgdin ein hin stærsta sem hér hefir sést.
Ivistan var smíðuð úr stórmastri hins
fyrsta kúttara hans »Margrétar«.
Öll blöð höfuðstaðarins hafa getið þessa
merkismanns og skýrt helztu æfiatriði
hans, en hér er að eins stuttlega minstá
framkvæmdir hans, sem brautryðjanda
stórútgerðar landsins.
Verzlun rak hann hér í bænum um
50 ára skeið. — Þá verzlun rekur nú
einkasonur hans Geir.
Tvíkvæntur var Geir heitinn og var
fyrri kona hans Guðrún Sveinsdóttir,
systurdóttir Jóns Thorstensen landlæknis
og var ekkja eftir Kristján Þorsteinsson
kaupmann, aldavin Geirs. Er dóttir þeirra
frú Ivristjana, kona Th. Thorsteinson
kaupmanns. Seinni kona hans var Helga
JónsdótJir frá Ármóti og lifir hún mann
sinn ásamt fjórum börnum þeirra, ein-
um syni og þrem dætrum. Sonur hans
samnefndur föður sínum er tekinn við
verzluninni, ein dóttir hans er gift frænda
sínum Geir Zoéga verkfræðingi, en önn-
ur heitmey John Fengers stórkaupmanns.
— Fóstursynir Geirs eru Geir Tómasson
Zoéga, núverandi rektor og Helgi Ein-
arsson Zoéga kaupmaður, báðir bræðra-
synir hans. Ein systir hans er lif-
andi enn í Kaupmannahöfn, Magdalena,
ekkja Helga Helgesen skólastjóra.
Heiðursmerkjum var Geir Zoéga sæmd-
ur bæði, riddarakrossi dannebrogsorð-
unnar og heiðursmerki hennar.