Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 13

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 13
ÆGIR 61 ið að vinna öfluglega og tafarlaust að endurbótum á lögum um líftrygg- ingu sjómanna nú þegar á| næsta þingi og vill sérstaklega benaa á, að líftryggingarupphæð hvers sjómanns sé hækkuð í 1000 kr. minst og út- borguð með jötnum afborgunum á 5 árum, hvernig sem hann deyr, þó ekki ef um sjálfsmorð er að ræða — og að slysatryggingu fyrir sjómenn verði komið á sem fyrst, annaðhvort í sambandi við almenna slysatrygg- ingu eða líftryggingu sjómanna, þó sé slysatryggingin ekki látin tefja fyrir nauðsynlegum breytingum á líftryggingar tillögunum. Siðari tillagan er í mörgum liðum, sem vegna rúmleysis eigi verða birtir i Ægi, en síðasti liðurinn hljóðar svo: »Að Fiskfélagið skipi nefnd í málið, til að starfa að undirbúningi málsins undir alþingi, og verði ekki unt að und- irbúa málið undir næsta þing, þá bendir fjórðungsþingið á, að æskilegt væri, að alþingi setti milliþinganefnd í þetta mik- ilsvaraði mál. Tillögurnar allar samþyktar. Ein tillaga sem borin var fram á fund- inum utan dagskrár hljóðar svo: Fjórðungsþingið telur nauðsyn á, að fjölgað sé vélfróðum mönnum í þjónustu Fiskifélagsins. Var sú tillaga samþykt. Þá var rætt um hvar næsta fjórðungs- þing skyldi saman koma og urðu úrslit þau, að það skyldi haldið á ísafirði. Svolátandi tillaga borin upp: »Þingið felur forseta að taka upp þá reglu, að jafnframt því, sem fundarboð er sent fulltrúum til fjórðungsþingsins, sendi forseti skrá yfir þau mál, sem hon- um er kunnugt um, að tekin muni verða til meðferðar á þinginu. Þá var gengið til atkvæða um fulltrúa til Fiskiþingsins og hlutu kosningu: Fulltrúar: Kristján Ásgeirson með 8 atkv. Arngrímur Bjarnason með 5 atkv. Varafulltrúar: Kr. A. Ivristjánsson með 7 atkv. Pétur Guðmundsson með 5 atkv. Jjirðungsþing yJustjirðinga. Ár 1917 fimtudaginn 19. aprílmánaðar var fjórðungsþing fyrir Fiskifélagsdeildir i Austfirðingafjórðungi sett í bæjarþings- stofunní á Seyðisfirði kl. 2 e. h. Formaður Fiskifjelagsdeildarinnar á Seyðisfirði Vilhjálmur Árnason sjálfseign- arbóndi á Hánefsstöðum setti þingið eftir ákvörðun Fiskifélags Islands. Þessir fulltrúar voru mættir: 1. Bjarni M. Sigurðsson, fyfir Fiskifélags- deild Eskifjarðar. 2. Jóhann Þorvaldsson, fyrir sömu deild. 3. Ingvar Pálmason, fyrir Fiskideildina »Neptunus« Norðfirðí. 4. Jónas Andrésson (varam.), fyrir sömu deild. 5. Jónmundur Halldórsson, fyrir Fiski- deild Mjóafjarðar. 6. Vilhjálmur Árnason, fyrir Fiskideild Seyðisfjarðar. 7. Hermann Þorsteinsson, fyrir sömu deild. Þessi mál voru tekin fyrir: I. Kosin stjórn fjórðungsþings Ausl- firðingafjórðungs til næstu tveggja ára. Kosningu hlutu: Forseti: Ingvar Pálmason, Norðfirði með 3 atkv.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.