Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 15

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 15
ÆGIR (53 nú þegar til stjórnar Fiskifélags íslands í Reykjavík. Þá lagði nefnd sú er kosin var til að gera tillögur í ábyrgðarfélagsmálinu fram tillögur sínar svohljóðandi: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag íslands að hlutast til um að reglugjörð Samábyrgðar Islands verði endurskoðuð og breytl þannig að hún verði aðgengi- legri fyrir vélabátaeigendur, og tekið verði meira tillit til staðhátta og bátaútgerðar hér í Austfirðingafjórðungi en gert var við fyrstu samningu reglugerðarinnar. Sérstaldega vill fjórðungsþingið leggja til að breytt verði vátrvggingartímanum þannig, að i staðinn fyrir 1. marz til 15. september, verði leyft að bátar séu i för- um án aukaiðgjalds, tímabilið frá 1. mars til 1. desember og að aðra tíma árs verði aldrei reiknað meira en Va0/0 aukaiðgjald fyrir hverja 30 daga«. »Ennfremur skorar fjórðungsþingið á allar Fiskifélagsdeildir í Austfirðingafjórð- ungi að beitast fyrir að allir vélbátar verði trygðir nú þegar á þessu ári«. Tillagan samþykt i einu hljóði. Nefndin sem kosin var til þess að gera tillögur um fiskiskipahöfn fyrir Aust- firðingafjórðung, lagði fram svohljóðandi tillögu: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag Islands, að vinna að því að stjórnarráð íslands láti hafnarfróðan mann rannsaka og áætla hafnarstæði í Hvalsneskrók við Ausiurhorn, þegar á þessu sumri, til þess að gengið verði úr skugga um hvort kostnaður við trygga höfn þar, muni eigi marg borga sig«. Tillaga þessi var samþykt í einu hljóði. Einnig lagði nefndin fram tillögu um málið, Ljósker út af Rerufirði, svohljóð- andi: »Fjórðungsþingið telur fylstu nauðsyn á því, að Fiskifélagið leggi áherslu á það við landsstjórnina, að þegar á næsta sumri verði sett þrjú ljósker á innsigl- ingaleiðina til Djúpavogs«. Þessi tillaga var samþ. í einu hljóði. IX. Síldarlollur: Eftir miklar umræð- ur var svohljóðandi tillaga samþ. með öllum greiddum atkvæðum: »Fjórðungsþingið lítur svo á, að verð- hækkunartollur, síldartollur og annað út- ílutningsgjald af sjávarafurðum sem órétt- lát gjöld, þar sem þau koma jafnt niður á þeim atvinnurekendum sem græða á atvinnunni og þeim sem tapa. Þessvegna leyfir Fjórðungsþingið sér að benda á það, að réttmætara virðist að leggja hátt hundraðsgjald á ágóða atvinnugrein- anna«. Þá var borin upp svohljóðandi tillaga: »Fjórðungsþingið lj'sir yfir því, að það er hlynt því að verðlauna sildarveiðar íslendinga«. Tillagan var feld með jöfnum atkvæð- um (3 : 3). X. Fœraspuni: Svohljóðandi tillaga borin upp og samþykt: »Fjórðungsþingið óskar þess að Fiski- þing íslands athugi og rannsaki hvort eigi muni vera tiltækilegt að koma á fót færaspunaverksmiðju hér á landi. Telur þingið fyrir sitt leyti heppilegast að fyr- irtækinu verði á sínum tima komið á fót sem hlutafélagi og Fiskifélag íslands gangist fyrir stofnun þess«. XI. Rorin upp og samþ. í einu hljóði svohljóðandi tillaga: »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag Islands að það hlutist til um við lands- stjórnina, að lánsdeild sú er stofnuð var með lögum 17. nóv. 1907 við Fiskiveiða- sjóð íslands verði látin taka til slarfa hið allra fyrsta«. Pá var borin upp og samþ. svohljóð- andi tillaga í saltmálinu með 4 atkv. gegn 3.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.