Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 10

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 10
58 ÆGIR um sýnilegum vott um íslenzkan dugn- að og vilja. Við óskum að sjá þig sem lengst, af þvi þú ert fyrir okkur tákn þess, sem okkur íslendingum ríður svo mikið á og er svo mikils virði í framsóknarbar- áttunni — vér þurfum að sýna einmitt nu á þessum tímum, að vér »Látum ei æðrast þótt inn komi sjór«. Og þú átt að minna oss á það, að vér eigum aldrei framar að gráta Björn bónda, heldur að safna liði — og sigra. Fglgi lukkan y>Lagarjossi!a Er Sveinn Björnsson hafði lokið ræðu sinni, talaði ráðherra Sigurður Jónsson og þakkaði stjórn Eimskipafélagsins fyr- ir framkvæmdir hennar og atorku. Framkvæmdarstjóri E. Nielsen mun hafa átt örðuga daga síðan »Goðafoss« strandaði, og oft hlýtur hann að liafa verið í vanda staddur meðan á skipa- kaupum þessum hefir staðið, þar sem örðugleikar umkringja á afla kanta. Hann er nú þrátt fyrir alt kominn með þriðja skipið til hins unga félags og á vonandi eftir að koma með fleiri enn þá. — fjirðungsþing Vestjirðinga. Ár 1917 hinn 13. apríl, var hið fyrsta reglulega Fjórðungsþing fiskifélagsdeilda Vestfirðinga sett og haldið á ísafirði. Þessir fulltrúar voru mættir í þingbyrjun. Frá Fiskifélagsdeildinni á ísafirði: 1. Árni Gíslason yfirfiskimatsmaður. 2. Arngrímur Bjarnason prentari. 3. Sigíús Danielsson verzlunarstjóri. Frá Fiskifélagsdeildinni»Tilraun« Hnífs- dal: Hálfdán Hálfdánarson formaður. Frá Fiskifélagsdeildinni »Þuríður Sunda- fyllir« í Bolungarvík: 1. Pétur Guðmundsson. 2. Elías Magnússon formaður.| Frá Fiskifélagsdeild Súgfirðinga: Kr. A. Kristjánsson kaupmaður. Frá Fiskifélagsdeildinni »Framtíðin« á Bíldudal: Halldór Bjarnason verkstjóri, samkv. umboði. Frá Fiskifélagsdeildinni í Stykkishólmi: Helgi Sveinsson, samkv. umboði. Frá »Hvöt« á Flateyri: Faktor Kristján Ásgeirsson. Er kjörbréf höfðu verið rannsökuð fór ram kosning og var kosinn: Forseti Arngrímur Bjarnason prentari. Varaforseti Árni Gislason. Ritari Kr. A. Ivristjánsson. Vararitari Pétur Guðmundsson. Svohljóðandi dagskrá var samin og lögð fyrir þingið: 1. Vitamál. 2. Sjófræðis og vélakennsla i Vestfirð- ingafjórðungi. 3. Hafnarmál. 4. Líflrygging sjómanna. 5. Útvegun á salti, kolum og veiðarfær- um. 6. Atvinnulöggjöfin. 7. Færaspuni. 8. Erindrekamálið. 9. Olíuforðabúr á ísafirði. 10. Ivosning 2ja manna til að mæta á fiskiþingi Fiskifélags íslands. 11. Ákvæði um hvar næsta Fjórðungs- þing komi saman. 1. Vitamálið. Nefnd sú sem í það var kosin lagði fram tillögu í 5 liðum, svo hljóðandi: a. Með því það hefir sýnt sig að Arn- arnessvitinn, að dómi sjófarenda,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.