Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 12
60
ÆGIR
Hvað Vestfirðingafjórðung áhrærir, legg-
ur néfndin til:
a. Að á ísafirði verði gerð skipakví,
sem veiti nægilega vörn fyrir sjávar-
gangi og ísreki.
b. Að i Hnífsdal verði rannsakaðar lend-
ingabætur sem allra fyrst.
c. 1. Fjórðungsþingið telur hvorki til-
tækilegt né hagkvæmt, að haldið
verði áfram byggingu brimbjóts-
ins í Bolungarvík, og skorar því
á Fiskiþingið að hlutast til um,
að garður sá, sem þegar er bygð-
ur, verði bættur svo. að hann sé
nothæfur sem bryggja.
2. Ennfremur skorar fjórðungsþingið
á landsstjórnina, að láta sérfræð-
ing í hafnagerð rannsaka, hvort
ekki sé tiltækilegt að byggja brim-
brjót utar í víkinni.
d. Ennfremur að á Suðureyri við Súg-
andafjörð, verði gerð kostnaðaráætl-
um um höfn, sem sé trygg fyrir sjó-
gangi og isreki.
e. Þingið álítur að nauðsynlegt sé að
höfn komi á svæðinu kringum Snæ-
fellsjökul, og leggur til að skorað sé
á landsstjórnina að láta hafnaverk-
fræðing rannsaka, hvar heppilegast
muni vera að höfnin }töí bygð.
Allir liðir tillögunnar samþyktir.
í umræðunum um hafnamálið var
rétlilega bent á það, að nauðsyn bæri
til, að landið sjálft eignist tæki til hafna-
gerða.
5. Erindrckamálið
var næsta mál, sem tekið var fyrir og
borin fram svohljóðandi tillaga:
Fjórðungsþingið skorar á stjórn Fiski-
félags íslands að sjá um, að sem allra
fyrst verði skipaður vel hæfur maður í
erindrekastarf sjávarútvegsins og telur
heppilegast, að erindrekinn hafi fyrst um
sinn aðsetur i Vesturheimi, og ennfrem-
ur skorar þingið á stjórn Fiskifélagsins að
hlutast til um við alþingi og landsstjórn,
að veitt verði fé til viðskiftaerindreka-
starfs í ýmsum helztu löndum, sem vér
höfum viðskifti við.
Tillaga þessi samþykl, og stjórn Fiski-
félagsins sent símskeyti í samræmi við
tillöguna með áskorun um skjótar fram-
kvæmdir.
6. Olíuforðabúr á ísafirði.
Svohljóðandi tillaga borin fram og sam-
þykt:
Fjórðungsþingið lýsir yfir þvi, að það
telur olíuforðabúr á Isafirði eitthvert
allra mesta nauðsynjamál sjávarútvegsins
á Vestfjörðum, og skorar á Fiskiþingið
að hafa vakandi auga á, að hrinda því
máli sem bráðast í framkvæmd.
7. Atvinnulöggjöfin.
Um þetta mál urðu margar og miklar
umræður, um ýmsar breytingar á at-
vinnulöggjöf við siglingar, sem ekki er
rúm að birta hér, en sem mun framlagt
fyrir Fiskiþingið á sínum tíma.
8. Líftrygging sjómanna.
Var það mál tekið fyrir og þessar til-
lögur bornar fram:
1. Sökum þeirra atarmiklu nauðsynja,
sem eru á þvi, að ráðin sé bót á
líftryggingu sjómanna, skorar fjórð-
ungsþingið eindregið á Fiskiþingið
að vinna hvildarlaust að umbótum
á þessu máli, og bendir til að heppi-
legt muni, að alþingi skipi á næsta
þingi milliþinganefnd. Ennfremur
telur fjórðungsþingið æskilegt, að
Fiskiþingið sjálft skipi nefnd i mál-
ið, sem síðar leggi fram sínar tillög-
ur í málinu.
2. Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag-