Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 16

Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 16
64 Æ G I R »Fjórðungsþingið skorar á Fiskideildir fjórðungsins að hafa vakandi auga á þvi, að útgerðarmönnum verði ekki íþyngt um skör fram, með saltkaupum eða sölu sjávarafurða í sambandi við kaup á salti og bendir þeim á að tilkynna hver ann- ari það, ef vandræði skyldi bera að hönd- um í. þessa átt«. XII. Kosning fulltrúa á Fiskiþingið: Fulltrúar fyrir Austfirðingafjórðung til næstu 4 ára, til að sækja Fiskiþingið voru þeir kosnir: Herrnann Þorsteinsson á Seyðisfirði með 6 atkvæðum og Bjarni Sigurðsson á Eskifirði með 4 atkvæðum. Varafulltrúar voru þeir kosnir: Ingvar Pálmason, Norðfirði með 4 atkvæðum og Jónmundur Halldórsson, Mjóafirði með 4 atkvæðum. Ákveðið var að næsta fjórðungsþing skyldi háð á Eskifirði. — Fleiri mál voru ekki tekin íyrir. Þinginu slitið. Herm. Porsteinsson, Ingvar Pálmason, Jónm. Halldórsson. Vilhj. Árnason. Jónas Andrésson. Jóhann Porvaldsson. Bjarni Sigurðsson. Rétt eftirrit staðfestir Vilhj. Árnason varaforseti. Vitamál. Það er þakkarvert hvað mikið hefir verið gert nú á síðustu árum að vita- byggingum á þeim stöðum, sem menn hafa álitið að þeirra væri mest þörf. Samt eru margir staðir enn sem brýn þörf væri á að vitar yrðu reistir, og það sem fyrst. »En Róm var ekki bygð á einum degi« og eins er með þetta. Vit- arnir kosta mikið fé, svo það er ekki að búast við að þeir komist upp alt i einu, heldur smám saman eftir því sem efni og kringumstæður leyfa. Það er í þetta skifti einn staður, sem eg sérstaldega vildi benda á að mikil þörf er orðin á að viti væri reisfur. Það er við Reykjarfjörð eða Norðurfjörð í Strandasýslu. Skipaferðir milli Norður- og Suðurlands hafa mikið aukist nii síð- ustu ár. Vöru og flutninga skip farin að sigla jafnt vetur sem sumar með strönd- um fram, hér við land. Vélabátar af Norðurlandi farnir að sækja til Suður- lands til fiskiveiða um hávetur, og er þetta bæði löng og hættuleg leið á smá- skipum yfir vetrartiman einkum yfir Húnaflóa sem er um 50 sjómilur, þ. e. frá Skagatá að Hornbjargi, 3 góðar hafn- ir eru á flóanum og liggja vel við að þvi leyti, að þær eru sem næst þvi að vera á miðri leið milli Hornbjargs og Skaganes að norðan, gæti oft komið sér vel að geta leitað þessara hafna á vetrardaginn þegar löng og dimm nótt er. En það vogar enginn þegar alstaðar er vitalaust og löng og dimm nótt. Vitinn sem reist- ur var á Grímsey við Steingrímsfjörð er aðallega fyrir vöruflutningaskip sem inn á flóann þurfa, en önnur skip hafa hans ekkert gagn, fara öll mikið d^'pra fyrir. Enginn viti heldur, þó fyrir Hornbjarg sleppi, þegar að norðan er komið, fyrr en i Isafjarðardjúpi, Arnarnesviti. Sá oft umtalaði Straumnesviti ókominn enn, er eiginlega hörmulegt að þurfa að minnast á það; þvi engin vafi er á því, að ekki hefði »Goðafoss« strandið orðið á Straumnesi undir þeim kringumstæðum sem þá lágu fyrir að sögn, ef viti hel'ði verið á Nes- inu. Það strand er eitt það mest sláandi dæmi um, hvað vitar hafa að þýða fyrir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.