Ægir - 01.04.1917, Blaðsíða 11
ÆGIR
59
hefir stórum versnað við breytinguna,
sem gerð var á honum 1915, þá
skorar fjórðungsþingið á landstjórn-
ina, að láta hið allra fyrsta, helzt nú
i sumar, gera þar n)7jan fullkominn
blossavita, sem sýni greinilegt Ijós
ekki styttra en 5 sjómílur út frá Rit
um dimma nótt í skíru veðri.
b. Þingið álítur nauðsynlegt, að sett
verði leiðarljós á Völlurnar, innan
til við Hnifsdal.
c. A svæðinu milli ísafjarðar og Dýra-
fjarðar álítur þingið nauðsynlegt, að
viti verði reistur, sem allra fyrst, og
felur vitamálastjórn landsins að á-
kveða vitastæðið í samráði við sjó-
farendur.
d. Þingið álítur nauðsynlegt, að bráð-
lega verði bygður viti á Ivópnum
eða Sléttanesinu, og sé valinn sá
staðurinn, sem heppilegri virðist og
í betra samræmi við þá vita, sem
áformað er að byggja.
e. Þingið skorar alvarlega á landstjórn-
ina að láta ekki dragast að reisa vit-
ann á Straumnesinu.
Að lokum felur fjórðungsþingið fiski-
þingi Fiskifélags íslands að vinna að því
af alefli, að framanskráðar tillögur nái
fljótum og góðum framgangi.
Allir liðir tillögu þessarar samþyktir.
2. Fœraspursmálið.
Svo hljóðandi ályktun kom fram:
Fjórðungsþingið telur sjálfsagt, að stjórn
Fiskifélags íslands hafi útvegað sér upp-
lýsingar um stofnun og reksturskostnað
færaverksmiðju hér á landi, samkv. á-
skorun siðasta Fiskiþings.
Álíti Fiskiþingið tiltækilegt að koma
slíkri verksmiðju á stofn hérlendis, telur
fjórðungsþingið réttast, að Fiskiþingið
beini þeirri áskorun til alþingis fyrst og
fremst, að sendur verði maður til út-
landa, sem læri til hlýtar færaspuna og
kynni sér sem bezt rekstur og tilhögun
slíkrar verksmiðju erlendis.
Var ályktun þessi samþykt.
Þá var tekið fyrir 3ja mál á dagskrá.
3. Sjófrœðis og vélkensla í Vesifirðinga-
fjórðungi.
Var mál þetta lagt fram og lesið upp
langt álit um það, ásamt tillögu á því
bygða svohljóðandi:
Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið i
Reykjavík, að reyna að koma því til
leiðar:
1. Að alþingi setji hið bráðasta lög um
stofnun og starfrækslu stýrimanna-
skóla á ísafirði, með svipuðu fyrir-
komulagi og réttindum og er á Stýri-
mannaskólanum í Reykjavik.
2. Að alþingi setji lög um kenslu und-
ir próf í meðferð bifvéla, og láti
kenna bitvélafræði í sambandi við
skóla þann, sem um ræðir undir 1.
lið.
Breytingarlillaga frá Á. G. um að skól-
inn undir 1. lið veiti sömu réttindi og
fiskiskipstjóraprófið við Reykjavíkurskóla
veitir, var feld með jöfnum atkvæðum og
var svo tillagan samþykt.
4. Hafnarmálið
var þessu næst tekið fyrir.
Nefnd sú er i þetta mál hafði verið
kosin, lagði fram álit og tillögur í 5 lið-
um svo hljóðandi:
»Nefndin heíir komið sér saman um
að athuga að eins hafnastæði í Vest-
firðingafjórðungi. Hinsvegar álitur hún
að landsstjórnin ætti að koma hafnar-
málunum öllum hér á landi i fast
kerfi, þannig, að tekið verði fyrst fyrir
að búa til þær hafnir, sem brýnasta
nauðsyn krefur, og að áliti alþingis
muni gera landinu mest gagn.