Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 7

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 7
ÆGIR 163 7. gr. Þeir, sem þegar hafa gert framboð til Útflutningsnefndar um fisk sinn, eiga aðgaug að fiskiverðinu, samkvæmt framansögðu, jafnóðum og sá frestur er út- runninn, sem áður hefir gilt, frá því að mats- og viglarvottorð eru komin til nefndarinnar. 8. gr. Til þess að Útllutningsnefndin hafi sem fyrst glögt yfirlit yfir fiskeftirstöðv- arnar, er nauðsynlegt að henni sé tafarlaust send framboð á öllum fiski, sem til er af þessa árs framleiðslu, og eigi er þegar framboðinn, og sé fiskurinn tilgreindur eftir ásigkomulagi, þannig: a. Fullverkaður fiskur. b. Fiskur, sem kominn er talsvert áleiðis til fullverkunar, en eigi er lokið verkun á. Fylgi hverri tilkynningu um hann vottorð matsmanna um það, á hverju verkunarstígi hann er. Fer þá um móttöku á honum og greiðslu verðs eftir samkomulagi við nefndina. c. Fiskur í salti sem legið hefir 28 daga eða lengur. d. Fiskur i salti sem legið hefir skemri tima. Þann fisk, sem síðar aflast fram til ársloka, skal tilkynna nefndinni um í siðasta lagi 15. janúar næstkomandi, Jafnsbjótt og fiskurinn er hæfur til mats, skal hann þegar metinn og hin ákveðnu skjöl um vigt og mat sendast nefndinni. Fer þá um greiðslu fiskverðsins svo sem að framan er mælt, sbr. einnig tilkynningar nefndarinnar, nr. 1 og nr. 5. Reykjavik. 20. nóvember 1918. Thor Jensen. Pótur Jónsson. Ó. Benjaminsson, Auglýsing um tilboð í eftirstöðvar af þossa árs framleiðslu af fiski. Frá Útflutningsnefndinni. Með því að ýmsir hafa farið þess á leit að fá tækifæri til að gera boð í eftirstöðvar þær af þessa árs fiskiframleiðslu, sem umfram verður söluna til full- trúa Bandamanna, og sumir jafnvel að fá ákveðið fiskmagn á hendina, til þess að

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.