Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 26

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 26
182 ÆGIR Vitar og’ sjómerki. Akranesvitinn Á Akranesi er kveiktur nýr viti, sem reistur heíir verið framar- lega á Suðurflös. Vitabyggingin er 10 m. hár, hvitur steinsteyputurn með 2'fl m, háu, rauðmáluðu Ijóskeri þar upp af. Ilæð logans yíir sjávarmál 15 m. Ljós- einkenni: 2 blossar með 3 sek. millibili á hverjum 20 sek. (1,5 sek. ljós, 3. sek. myrkur, 1,5 sek. ljós, 14 sek. myrkur), Vitinn er hornviti, og eru horn hans þessi: Hvíll ljós frá 350° til 134°. Rautt ljós frá 134° lil 162° (yfir I’or- móðssker). Grænt íjós frá 162° til 222°, Rautt ljós 222° til 350° (yfir Þjótasker). Sjónarlengd hvíta ljóssins 15 sm., rauða 12 og græna 11 sm. Br. 64° 18' 25", L. 22° 05' 04". Heima. Manunlát. Úr drepsótt þeirri, er hér geysaði í bænum i nóvember, hafa þessir skip- stjórar dáið: Guðmundur Björnsson, ólafur Kristófersson, Páll Matthiasson og Magnús Árnason stýrimaður. Geir Sigurðsson, meðstjórnandi Fiski- félagsins, misti konu síua Jónínu Á- mundadóttur hinn 20. nóvember. Var hún jarðsunginn hinn 18. desember. Sjálfur hefir hann verið mjög veikur i margar vikur og er enn (18/’ú langt frá því að vera friskur. Mokafli eystra. Seyðisfirði 17/is. Öndvegistið er um all Auslurland og snjólaust með öllu nema á fjöllum. Er hvergi farið að gefa fé enn þá. Óvanalega góður afli er nú hér, þeg- ar róið er, og fá vélbátar þetla 7—8 sldppund í róðri. En nú er að verða beílulaust. Inflúenzan er hvergi farin að gera vart við sig enn þá hér eystra. Á Seyðisfirði er hæði kartöllulausl og kaffilaust. (Mbl.). Erlendis. Hiun 3. desember fékk ritstjóri »Ægis« símskeyti frá Ibiza (Spáni), er skipstjóri Ólafur Sigurðsson á skipinu »Rigmor« eign kaupmanns Konráðs Hjálmarsson- ar, sendi þaðan um hádegi hinn 1. des- ember. Skeytið hljóðar svo: íslenzki fáninn er í dag dreginn upp i Miðjarðarhaíinu. Hamingjuósk fx-á skíp- stjói'a og skipshöfn á skipinu Rigmoi'. Þakkir fyrir liðna arið og gledilegt nýll ár. Prenesmiðjnn Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.