Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 18
174 ÆGIR sem bönnuðu slíkar aðfarir, þá mundi þeim lögum aldrei hlýtt. En þó verður að geta þess, að strjálar ferðir og vand- ræði verkalýðs, sem unnið hafði sumar- langt hingað og þangað á landinu áttu mikinn þátt í þessum glæfraferðum, en ferðalagið alt líktist frekar því, að hér færi stórgripaílutningur fram án umsjón- ar dýraverndunaríélaga í stað manna- llutnings. Þannig var það hjá hinum útlendu. En hvernig er það nú hjá oss? Undanfarin ár hafa mótorbátar að miklu leyti annast farþegaílutning liafna á milli. Bátar þessir hafa oft flutt svo margt fólk í einu, máske yfir hættulega leið, að hvergi í nokkru landi, þar sem menn telja sig með mönnum, mundi slíkt leyft. Hér mætti mínnast á svo mörg dæmi, þar sem rnenn með nægri dómgreind, hafa horft á smábáta svo troðfulla af fólki, að ekkert rúm var sýnilegt, þar sem unnið yrði að því að koma fyrir seglum, taka saman segl eða rifa og þannig hlaðna, lagl út á hafið i langa ferð, Hvað hugsa þeir sjómenn, sem stjórna slíku eða samþykkja rúmleysi á þilfari sínu? Á hverju eiga farþegar von, sem langa leið verða að standa á þilfari smá- ileytu, máske að vetrarlagi — þola þar kulda og voshúð? Sé ekki lífið í veði á þess konar ferðalögum, þá er það í það minsta heilsan. Slíkum mótorhátum fylgja engin hjorgunartæki, sem kæmi fjöldan- um að gagni og alt það er menn þar reiða sig á, er mótorinn og kunnátta þess sem með hann á að fara, en sú kunnátta hefir stundum reynst ófull- komin. Nú fær landið sjálfstæði og fána og nú er það okkar að sýna, að við kunnum með hvortteggja .að fara. Sjómennirnir islenzku mega ekki láta erlenda sjó- menn, sem horfa á siglingar þeirra og framkvæmdir hlæja að sér eða gefa þeim ástæðu til að setja sig á hekk með skræl- ingjaþjóðum, ekki heldur þeir sem á landi eru. Geli sjómennirnir ekki sjálfir afnnmið þennan glannalega farþegaflutn- ing, þá ættu þó þeir, sem horfa á að- farirnar úr landi að geta kært slíkt og yfirvöld samkvæmt lögum stöðvað of- hlaðinn hát eða skip og dregið úr tölu farþega, séu þeir of margir. Þetta er gert annarsstaðar, þar sem slikt kemur fyrir, og er það hvervetna álilið mannúðar- verk. Það er liart að horfa á hát, segjum 30 ton að slærð, leggja suður eða norð- ur fyrir Iand á vetrardegi seglalítinn, með litinn hát á þilfari, vitlausan komp- ás en 20—30 farþega og mega ekkert um það segja, vita af engum, sem vald hefir til að hindra fííldirfskuna, því hverjum skynbærum manní mun þó detta í hug þegar hann horfir á slíkt: »hverjir af hópnum verða nú látnir verða eftir, ef planki bilar eða annað og gripa verður til jullunnar. því ekki her hún alla«? Rvik 5. nóv. 1918. Sveinbjörn Egilson. Álirif árstíðanaa á líf nytsemdarfiska vorra. Eftir Bjarna Sæmnndsson. (Niðurl.). k. Kœling sjávcirins og ajlurhvarj fisk- anna íil goislöðvanna. Það var skýrt frá því i fyrsta katla ritgerðar þessarar (bls. 57) hvernig yfir- horðshili sjávarins hreytisf eftir árstíðum umhverfis landið. Það rná segja, að það sé sumar (o: heitast) í yfirborði sjávar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.