Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 16
172 ÆGIR sýslu fór þá þess á leit við mig, að eg kæmi á fund bjargráðanefndar sýslunn- ar og Akureyrarkaupstaðar, og hefði þar atkvæði um hvernig úthluta skyldi 360 fötum af steinoliu til vélabáta og véla- skipa i Akureyrarkaupstað og Eyjafjarði arsýslu. Þótt mér væri það þegar Ijóst, að það var eigi bein skylde mín sem erindreka, að hafa afskifti af þessari olíuskiftingu, vildi eg þó eigi skorast und- an að Ieggja minn skerf til að vinna að því að reyna að skíflingin yrði sem rétt- látust. Á fundinum var svo sýslumanni og mér falið að ráða skiftingunni milli hreppanna. Eg útvegaði þegar að nokkru leyti símleiðis, hve margir vélabátar væru i hverjum hrepp og live marga hest- krafta vélarnar hefðu. Þegar eg hafði fengið þetta, samdi eg tillögur um skift- ing á olíunni og sendi sýslumanni. Með- al annars tók eg tillit til hve langsótt var á mið úr hinum ýmsu veiðistöðum. Sýslumaður félst á tillögur minar og fór að mestu eftir þeim. Þegar þessi skifting hafði farið fram voru þó margir véla- bátar, sem eigi höfðu meiri olíu en sem svaraði */4 af því, sem þeir bjuggust við að þurfa í meðal aílasumri. Kvíðinn fyrir oliuskortinum var þvi enganvegin horfinn og sumir sem áttu fleiri en einn vélabát liöfðu á orði, að ráða eigi menn neina á suma þeirra. I því vandræðaútlili, sem þá var, varð það að samkomulagi milli mín og nokkurra útgerðarmanna, að eg færi til Reykjavík- ur í apríl, og sæi til hvort þar yrðu nokkru umþokað í olíumálinu, og' eink- um til að ganga ríkt eftir, að Norður- land fengi tiltölulegan hluta afþeirri oliu er til landsins kæmi, miðað við vélabáta og skipa-fjölda þeirra og stærð vélanna. Var ætlast til að útvegsmenn greiddu mér */u ferðakostnað eða um 100 kr. Eg fór með »Sterling« til R.víkur. Gaf lands- verzluninni greinilegar skýrslu um á- standið fyrir norðan, og talaði við stjórn- arráðið. Eg skal ekkert um það dæma, hvern árangur þessi ferð nn’n hafði við- vikjandi oliusendingu til Norðurlandsins síðar á n. 1. sumri, en eg gat eigi er eg kom heim bent á nokkurn verulegan árangur af ferð minni, gekk eg því eigi eftir umtöluðum ferðakostnaði og ætla mér eigi að gera, enda ekki boðið, enda engir samningar um hann nema laust umtal. Úr olíuskortinum rættist svo er fram á sumarið kom/ að veiði var slunduð með fullum áhuga þess vegna, og var það gleðilegt fyrir útveginn hér. 16, júlimánaðar lagði eg af stað á hesti í ferð til Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslu, til að kynnast þar sjósókn og stofna Fiskifélagsdeildir. Fór eg fyrsl til Dalvíkur, þá til ólafsíjarðar. Hafði eg áður komið í Ólafsfjörð og Sigluí'jörð og llutt fyrirlestur i Siglufjarðar Fiskifélags- deild og haft umræðufund. Úr Ólafsfirði fór eg yfir »Fljót«, og fyrir norðan heið- ar með sjó til Skagafjarðar. 1 Fljótum eru ijögur vötn og silungsveiði í öllum. Hafa þau vötn, ólafsfjarðarvatn og Vötn- in i Húnavatnssýslu og Skagafirði vakið hjá mér hugsun um, að með silungs- klaki og jafnvel fiskiklaki i sumum þeirra, mundi mikið mega auka veiði i þeim vötnum og ala þar upp fisk og silung. Mun eg ef til vill ræða það mál sérslak- lega siðar við Fiskifélagsstjórnina í sam- bandi við vatnaveiði og veiði i ám á Norðurlandi, sem eg er nú að safna skýrslum um, sleppi því að ræða um það mál frekar hér. 20. júlí var eg staddur i Hofsós á vest- urleið, er þar helzta útræði austan Skaga- fjarðar og áttu þar heima 5 vélabátar. í5ann dag stofnaði eg þar Fiskifélags- deild. Voru lög samþyk, 14 menn gengu í deildina, Stjórn kosinn: Jón Konráðs-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.