Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 11
ÆGIR
167
Sjóferðabókin.
Þeger sjóferðabókin komst hér á fyrir
fáum árum urðu margir til að lasta það
og finna að því, að í henni er gefin
skýring um dugnað og framferði sjó-
mannsins. Enska sjóferðabókin, sem okk-
ar er sniðin eftir gerir slíkt hið sama,
en heyrt hefi eg, að Danir hafi felt þess-
ar sk5rringar burtu úr sjóferðabókum
sinum. Hvort sem nú þessi skýring
um dugnað og hegðun skipsmanna er
ljúf eða leið, þá er bókin í sjálfu sér ó-
missandi hverjum þeim, sem stundarsjó
og ber að liafa liana. Bókin er passi
sjómannsins og mun hvervetna tekin til
greina sem sönnun fyrir því, að hann
sé sá, sem hann segist vera og að hann
hafi verið skráður af skipi á löglegan
hátt, því það er einmitt það atriði, sem
hún sannar (Certificate of discharge).
Væri sjómaðurinn það ekki, hefði hann
enga bólt að sýna, því bókin er geymd
hjá skipstjóranum þangað til að hann má
fara frá sldpi, þá er honum goldið eftir-
stöðvar af kaupi og afhent sjóferðabók-
in og þau skjöl, sem hann kann að eiga
i vörslum skipstjóra. í bókinni er þá
greint frá ferðumj sjómannsins og tíma
þeitn er hann hefir verið á skipinu,
dugnaði hans og hegðun, og þetta er
gert á hverju því skipi, sem maðurinn
er lögskráður á og úr öllu verða sam-
anhangandi siglingar um tiltekinn ttma.
Réttindi til þess að geta orðið stýri-
maður og skipstjóri fer eftir ákveðnum
siglingartima, þess vegna liggur það í
augum uppi hversu áríðandi það er öll-
um, að bókin sé þeim afhent við burt-
för þeirra frá skipi og ekki sízt þeim,
sem keppa að því marki að verða yfir-
menn. Komið hefir það fyrir hér, að sjó-
menn hafa misst bækur sínar. Annaðhvort
týna þeir þeim sjálfir, eða að þær eru
þeim eigi afhentar af skipstjóra og er
hvorttveggja ófært, Hér er um passa sjó-
mannsins að ræða og sönnun um það,
að hann sé frí og frjáls maður, svo hér
er á ferðum alvarlegt mál. Bók þessi
sem af sumum er illa þokkuð, getur
stundum reynst bezti og tryggast vinur
sjómannsins, þess vegna á hann að fara
vel með hana og gæta hennar, og aldrei
lögskrá úr skiprúmi svo, að hann eigi
taki sjóferðabók sína með sér, því það
er hún sem kemur honum að vinnu á
næsta skipi.
Reykjavík 12. desember 1918.
Sveinbjörn Egilson.
Skýrsla
erindreka Fiskifélags islands.
Útbúnaður og eftirlit skipa.
Eitt af því sem sjóðmaður fyrst rekur
augun í þegar liann sér sldp er það,
hvernig það er úlbúið, og þótt eg ekki
sé eflirlitsmaður neinna i þessu falli finst
mér útbúnaður skipa svo þýðingarmik-
ill, að eg get ekki gengið fram hjá því
atriði. Yfirleitt er úlbúnaður smærri skipa
í fremur löku ástandi, fyrst og fremst
vegna þess, að ilt er að búa þessi skip
svo vel sé, en þó einkum vegna þess að
ýinsir menn, sem færa t. d. vélabáta
hafa vanist úlbúnaði opinna báta að
eins, og kunni ekki að búa þessi skip
sem vera skyldi, sérstaklega eru það
seglin og útbúnaður þeirra sem er mest
ábótavant; siglan rír og stagir fáir og illa
frá þeim gengið. Vegna þess að menn al-
ment leggja sigluna finst mönnum taf-