Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 25

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 25
ÆGIR 181 þjóð að eiga skip í förum, heiður fyrir hverja þjóð þegar velútreitt sldp hennar kemur til annara landa og þeir, sem frumkvöðlar eru að þvi, að landið hafi sem flest og bezt samgöngutæki eiga þakkir skilið. Nýlega bætlist golt og vandað stálskip við þann skipastól, sem þegar er fyrir. Er það h/f. »Haukur« hér i Reykjavik, sem keypt hefir 4 siglt (fore and afl) skonnortuskip sem hét »Phönix«, er það kom hingað en hefir nú verið gefið annað nafn og er nú nefnt »Haukur«. »Haukur« er landsins stærste seglskip. Alt efni til skipsins var keypt áður en| stríðið hófst og er hið vandaðasta; vai'i þetta 1913. Árið sem stríðið byrjaði var bjrrjað á smíðum þess á skipasmíðastöð í Svendborg. Skipið getur flutt um 000 smálestir að sumri lil; það hefir fullan seglakraft og auk þess 160 hesta Diesel- vél, sem að sögn í góðu veðri knýr skip- ið 30—32 sjómílur á vöku (4 klukku- slundum). Er þetta hin fyrsta Dieselvél, sem i islenzku skipi hefir sést. Eru þær vélar mjög að ryðja sér til rúms i skip- um. Undir lestinni í botni skipsins eru kjölfestukassar, sem taka um 1000 tunn- ur af sjó. 1 húsi á þilfarinu er mótor sá, sem knýr spilin sem höfð eru við fermingu eða aífermingu skipsins og eru þau kraft- mikil. Framkvæmdarstjóri h./f. »Haukur« hr. P. J. Thorsteinsson, bauð hinn 9. þ. m. nokkrum blaðamönnum út á sldpið og var þeim sýnl um alt; vél þess setl á stað, ibúð háseta skoðuð, og er hún rúmgóð og umgengni hin prýðilegasta, og sama má segja um alt skipið. H./f. »Haukur« keypti skipið í vor, en Bretar hafa haft það í sinni þjónustu, þangað til loks að því var slept. Eigi hafði það áður verið i förum. Skipshöfn- in er alls 10 menn. Skipið flutti hingað kolafarm frá Fleetwood á Englandi og hafði 5 daga ferð hingað til lands. Niðri í skipinu aftanverðu eru herbergi stýrimanna, matreiðslumanns, borðstofa, búr og íbúð skipstjórans. Þangað var blaðamönnum að siðustu boðið til að þyggja góðgerðir. Auk þess, sem slík skip og þetta og önnur góð og vönduð skip eru landinu i heild sinni til gagns inn á við og til sóma út á við, þá gera þau annað að verkum, sem ekki má sleppa að minnast á, en það er úlskýr- ing á siglingalöggjöfinni, sem virðist vera landsmönnum nokkuð óljós, eða í það f|minsta ekki Ijósari en það, að margir Smunu enn halda, að farmennska og fiskiveiðar séu eitt og hið sama, að sá “skipstjóri, sem að eins hefir sagt fyrir verkum á fiskiskipi, sé fær um að taka að sér stjórn vöruflutningaskips, sem fcr til framandi staða, hvar hann| er framkvæmdarstjóri eigendanna í verzl- unarviðskiftum. Lögin ætlast ekki til slíks og við megum það heldur ekki, sem höfurn ekki mótmælt að þau væru svo úr garði ger, sem þau eru. Nú er farið að reyna þau lög og skipakaupin munu útskýra kröfur þeirra. Lögum þessum var hamrað í gegn eins og fleiri lögum hér, litill fyrirvari gefinn og um framtið ekki hugsað, en þar sem alt bendir á, að skipakaup til landsins aukist og að verzlunarílotinn stækki. þá ætti það eigi lengur að ganga svo til, að verslunarfræði væri eigi ein af námsgreinum þeim, sem skylt væri að kenna við stýrimannaskólann hér, þvi það er sú fræði sem ávalt gelur komið að góðu haldi jafnt fiskimönnum sem farmönnum. Rvik 16. des. 1918. Svbj. Egilson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.