Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 12
168 ÆGIR samt af hafa marga stagi, en sé siglan ekki því sverari er nauðsynlegt að hafa tvö slög út af hlið þess á sama borð, og undirgirðingin verður að vera úr sterku efni og nógu margföld. Þá eru oft sambönd skips og reiða mjög ófullkom- in. Hið lakasta er að minni bátar marg- ir eru alls ekki bygðir svo vel að þeim sé ætlað að þola jafnmikla sjósókn og menn hér alment bjóða þeim, og því mjög ervitt utan stór aðgerðar að gera þá að fulltraustum skipum. Er það eink- um samband þilfars og skipsskrokksins sem er ófullkomið og umbúnaður stafn- anna og samband þeirra við byrðinginn. Þá er enn töluvert kæruleysi með að láta árar fylgja bátum og áttavitinn (Kompásinn) er í flestum minni bátum mjög óábyggilegur og eru margar orsakir til þess, lítil áhöld, slæm uppsetning og fákunnátta manna. Hið eina sem getur kipt þessu í lag er að haldin séu námsskeið í siglinga- fræði, sem um leið og fræðsla væri veilt í leiðarreikning, væru haldnir fyrirlestrar og mönnum sýnt hverníg skip eiga að vera búin, og þar sem slikt er almenn ósk fiskimanna og þeir fúsir að taka þátt í slíkum námsskeiðum, er það mín fulla von, að Fiskifélaginu lánist að kippa þessu i lag á næstu árum og koma námsskeiðunum svo fyrir að, að almenn- um notum verði. Trygging vélbáta og luinni skipa. Þessu máli var hreift á hverjum fundi af miklum áhuga. Þannig er áslatt að menn sem tryggja vilja skip sin, hafa að eins í eitt hús að venda, sem sé til Samábyrgðar íslands, en hvort það er allskosta á rökutn bygt, telja menn þetta ábyrgðarfélag mjög óhentugt og dýrt. Þar sem eg oft áður heft ált tal um þetta atriði við Samábyrgðarstjórann, benti eg' deildunum á, að heppilegasta aðferðin væri að mynda sjálfstæðar ábyrgðar- deildir í stærri veiðistöðum er sjálfar á- kvæðu iðgjöld og útborganir og hefðu eftirlitið í eigin hendi, og sneru sér til Samábyrgðarinnar að eins með endur- tryggingu að einhverjum hluta tii örygg- is deildunum. Þóttist eg' hafa góða á- stæðu til að benda á þelta þar sem ýmsar deildir snnnanlands hafa sýnt, að með þessu móti má bæði komast af með minni iðgjöld og þó auka stofn- sjóðinn að mun. Vona eg að ekki líði á löngu þar til Austfirðingar hafa mynd- að slika deild, svo að allir bátar geti fengið sig tryggða svo framt að þeir teljast færir til róðra. Því þótt slys færi alt af með sér tap, er þö sárast til þess að vita, ef aleiga og aílaáhöld eins manns eru algerlega horfin við skyndióhapp, en sem óumflýjanlega á sér stað meðan menn eiga alt á hættu sjálfir. Þess vegna er það líka að ótrygð skip teijast af peningastofnunum engin eign, nema þau sjálf eigi tryggingarsjóð. Horfnr útvegsins. Eg liefi lítilsháttar minst á þetta atriði hvað Vestfirðinga viðkemur, og hvað viðvíkur vélabátum þar. Að öðrum lcosti eru striðstimar þessir svo óútreiknan- legir að enga getgátu á rökum bygða er hægt að gera utan þá, að eins og nú standa sakir telja menn naumast hugs- anlegt að gera út vélabáta með sama fyrirkomulagi og venja er til á næsta ári, með neinum fyrirsjáanlegum hagn- aði. Aftur mun handfæraveiði jafnvel á vélabátum hafa borið vel koslnaðinn á þessu ári, og einnig vera hin eina hugs- anlega leið að fara næsta ár með ó- breyltum horfum. Sjálfsagt má einnig benda á róðrabáta, enda þótt þeir í ár á ílestum stöðum á Austur- og Norður-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.