Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 22
178
ÆGIR
máttinn. Það eru ekki að eins stjórn-
málamennirnir, er miklu ráða nm mál
þjóðarinnar, sem skapa hina nýju sögu,
nei, það eru allir. Bóndinn, sem stend-
ur við orfið og ræktar jörð sina, hann á
hlutdeild í þeirri sögu, daglaunamaður-
inn, sem veltir steininum úr götunni,
hann á hlutdeild í þeirri sögu, sjómað-
urinn, sem situr við árarkeipinn, hann
á þar hlutdeild. Allir, sem inna lífsstarf
sitt af hendi með alúð og samvizkusemi,
auka veg hins íslenzka rikis.
Og sú er skylda vor allra.
Hans hátign konungurinn hefir með
því að undirskrifa sambandslögin, leitt
þá hugsjón inn í veruleikann, sem vakti
fyrir föður hans, Friðriki könungi 8„
sem öðrum fremur hafði djúpan skiln-
ing á málum vorum. Og i gær hefir
konungurinn gefið út úrskurð um þjóð-
fána íslands, sem blaktir frá því i dag
yfir hinu íslenzka riki.
Hlýr hugur hinnar íslenzku þjóðar
andar á móti konungi vorum.
Fáninn er tákn fullveldis vors.
Fáninn er ímynd þeirra hugsjóna, sem
þjóð vor á fegurstar. Hvert stórverk, sem
unnið er af oss eyknr veg fánans. Hvort
sem það er unnið á höfunum, í barátt-
unni við brim og úfnar öldur, eða á
svæði framkvæmdanna, eða i vísindum
og fögrum listum. Því göfugri sem þjóð
vor er, þess göfugri verður fáni vor.
Vegur hans og i'rami er frægð þjóðar
vorrar og konungs vors. Vér biðjum al-
föður að vaka yfir íslenzka rikinu og
konungi vorum.
Vér biðjum alföður að styrkja oss til
að lyfta fánanum til frægðar og frama.
Gifta lands vors og konungs vors fylgi
fána vorum.
Svo drögum vér hann að hún.
í sama bili sveif íslenzki ríkisfáninn
að hún á stjórnarráðshúsinu og í sama
bili voru fánar dregnir á stöng víðsveg-
ar um bæinn. Þá kvað við 21 slcot frá
varðskipinu, kveðja sú, sem að alþjóða
sið er veitt fánum fultvalla ríkja. f*á
ílutti toringi varðskipsins svolátandi ræðu:
Sem fulltrúi Danmerkur á þessari há-
tíðlegu stundu vil eg taka það fram, að
því 21 fallbyssuskoti, sem einmitt núna,
i virðingarskyni, var skotið frá því skipi,
sem eg hefi þann heiður að stjórna, var
skotið eftir skipun dönsku stjórnarinnar
og að það er sá skotaí'jöldi, sem alheims-
lögum samkvæmt er áltveðinn þegar
heiðra skal ílagg fullvalda ríkis.
Með því er frá Danmerkur hálfu sýnt
hið fyrsta ytra en mjög mikitvæga merki
þess, að það er einlægur vilji dönsku
þjóðarinnar að fullnægja sambandslögun-
um á sem hollusamlegastan liátt.
Eins og tveir fullveðja, norrænir bræð-
ur eru ísland og Danmörk enn þá tengd
saman nánum höndum, fyrst og fremst
með persónu Ilans Hátignar konungs
vors, og danska þjóðin finnnr sig full-
vissa þess, að nú, þegar hver hugsun
um danskt torræði er á burtu numin
með X’ótum, muni þessir tveir norrænu
bræður taka höndurn saman i innileik
og gagnkvæmu trausli til þess að le3rsa
af hendi hin nxörgu verkefni, sem hinir
nxerku og nýju timai’, er nú talca við,
leggja bæði liinni íslenzku og dönsku
þjóð á herðai’.
Það er venjulega ekki uuðvelt, að skilja
tilfinningar og lundarfar annai’a, en þó
hygg eg, að bræður vorir íslendingar
sldlji, að eigi er það í alla staði auðvelt
hinni dönskix þjóð, sem hingað til hefir
fundið til þess að hún var smáþjóð, að
taka þátt i þvi sem skeður í dag, en guð,
— sem á svo margan hátt hefir sýnt oss
mönnunum að hann elskar rétt, eh hat-