Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 20

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 20
176 ÆGIR honum heldur sig veturinn yfir á sum- arslóðunum, dregur sig að eins niður í fjarðardjúpin, eða á aðrar þær slóðir, þar sem fæðu er að fá og hitinn er yfirleitt jafnari en inni á grunnunum með lönd- um. Þannig er oft þyrsklingur á Akur- eyrarpolli allan veturinn og smásíld og millisild bæði þar og víðar t. d. i Skötu- firði. Á fiskinn, sem dvalið hefir á grunn- unum í hlýrri sjónum, hefir koma vetr- arins og kæling sjávarins eigi eins mikil áhrif, hann heldur yfirleitt miklu kyrr- ara fyrir, bæði eldri og yngri, bæði æxi- unarfær fiskur og uppfæðingurinn. Aðal- breytingarnar á högum hans munu vera þær, að það af honnm, hæði ungt og gamalt, sem að sumrinu lil hefir verið á grunnmiðum, dregur sig á djúpið með komu vetrarins (ísjónuin). Það er þann- ig gamalkunnugt, að reglulegur grnnn- miðaaíli hættir að jafnaði með jólaföstu á Suðurströndinni kringum Reykjanes- skaga, á Innnesjum, á Snæfellsnesi og víða á Vestfjörðum, og byrjar ekki aftur fyrri en fiskurinn næsta vor viljar aftur grunnmiðanna, Á fiska, sem gjóta jafnt alt í kringum landið, bæöi í hlýjnm og liöldum sjó, hafa þessar breytingar eðlilega minni á- hrif. Þeir haga sér víst yfirleitt líkt og uppfæðingur hinna fiskanna: draga sig yíirleitt niður í djúpin (t. d. loðnan og sandsílið) eða sveima þangað sem helzt er að fá fæðu. Þó að hér sé að eins að ræða um á- hrif árstíðabreytinganna á lif nytsemdar íiskanna, þá vil eg þó stuttlega drepa á það (heildarinnar vegua), að þessar breytingar verða því einnig valdandi, að hingað koma fiskar, sem tæplega eða alls ekki geta »talist til heimilis« hér, ])egar skilyrðin eru þeim hentug, en fara á burtu, þegar þau versna. Aðallega eru þetta suðrænni fiskar en það, að þeir geti æxlast hér eða seiðin vaxið upp og má af þeim fj'rst nefna makrílinn, sem slangrar hingað (fullvaxinn fiskur) á surnrin, stundum í allstórum torfum og fæst einn og einn i síldarúct, en gýtur miklu sunnar, kringum Bretlandse}jar og í Norðursjó. Svo má nefna beinhá- karlinn (og hámerina?) og smáfisk einn uppvaxandi, lýsing hefi eg nefnt hann, sem kemur hér að suðurströndinni, t. d. Vestmanneyjum, á sumrin. Fiskar, sem eiga lieima i ísköldum sjó Norður-ís- hafsins koma og hingað kaldari hluta ársins, en þeir eru fáír og gætir litið. Helzt er svarta sprakan eða grálúðan, sem aílast stundum í Eyjafirði (og við- aij og isþorskurinn; en hann er þó frem- ur sjaldséður. Eg hefi nú reynt að lýsa áhrifum árs- tíðanna á líf nytsemdarfiska vorra i eins stuttu máli og eg liefi séð mér frekast fært um svo margbrotið efni, en áður en eg lýk mái mínu til fulls, ætla eg þó að reyna að gefa enn styttra yfirlit yfir öll þessi fyrirbrigði, sem eru svo afar mikils- verð fyrir oss, að annar aðalatvinnuveg- urinn er algerlega háður þeim, jafn háð- nr þeim, og landbúnaðurinn er háður árstíðabreytingunum á landi. Eins og eg hefi skift riígerð þessari í þrjá kafla, sem ræða um 1) hrygning- una og uppvöxt seiðanna, 2) um ætis- göngurnar og dreifingu golfiskanna og 3) um kælingu sjávarins og afturhvarf fisk- anna til gotstöðvanna, eins h}rgg eg að megi skifta áslandi því sem árstiðabreyt- ingar skapa í sjónum í þrent, o: i vor- eða endurlifnunar skeiðið, sem jafnframt er hrygningar og útklakningar skeiðið fyrir flesta nytsemdarfiska vora, þá hlýn- ar sjórinn og vex í honum birlan og þá færist nýtt lif og fjör i alt. Þetta skeið tekur aðallega yfir mánuðina marz—maí;

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.