Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 17

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 17
ÆGIR 173 son bóndi i Bæ, ólafur Jónsson kaup- maður í Hofsós og Vilhelm Erlendsson verzlunarmaður i Hofsós, Daginn eflir 21. júli slofnaði eg Fiski- félagsdeild á Sauðárkrók, Lög voru sam- þykt. 20 menn gengu i deildina. Stjórn var kosin: Baldvin Jónsson verzlunar- stjóri, Sigurgeir Daníelsson kaupmaður og Símon Jónsson. Eitt mótorskip á heima á Sauðárkrók. Daginn eftir 22. hélt eg fund á Skaga- strönd, sem er helzta útræði austan Ilúnaflóa, endurreisti þar deild; voru lög samþykt, sem engin voru til og tillög greidd. Stjórn kosin: Karl Berndzen, Olafur Lárusson og Árni Árnason. 19 menn gengu í deildina. Það tel eg mjög liklegt að byrjað verði á meiri háttar hafnarbótum á Skagaströnd áður margir áratugir líða, enda þess nauðsyn fyrir Húnvetninga. 25. júlí var eg' sladdur á Hvammstanga við Miðfjörð, átti eg þar fund með 8 róðrarbálaeigendum. og ræddi ýms fiski- veiðamál við þá. Þeim cða mér þótti út- vegur þar svo litill, að eigi tæki því að slofna þar Fiskifélagsdeild. Þó grunar mig að þar eílist útvegur með timanum, þvi á Miðfirði er sæmilegt fyrir vélaskip að liggja og fiskisælt á Húnaflóa vestan- verðum. Fiskihlaup ganga cinalt inn á Miðfjörð á sumrum, og er þá alli fljót- tekinn á árabáta, en skel af skerjum þar lil beitu. Fiskifélagsdeild hefir verið slofnuð í haust á Hjalteyri, og nú fyrir skömmu stofnaði eg deild í Grenivík í Grýtu- bakkahreppi, og fylgir hér með fundar- gerð þaðan. Nýverið liefi eg fengið simskeyti Fiski- -félagsstjórnarinnar um námsskeið i stýri- mannafræði. Hafði eg þegar fund með stjórn Fiskifélagsdeildar Akureyrar. Kom okkur saman um að auglýsa námsskeið- ið á Akureyri, er hér kostur á æfðum kennara. Býst eg við að kensla þessi komist á. Akureyri 4. desbr. 1918. Björn Jónsson. Athugaverðar sjóferðir. Síðan strandferðir byrjuðu liér við land, hafa lög þau, er aðrar þjóðir hafa selt um fólksflutninga á skipum verið fótum troðin, þrátt fyrir það, þótt hin- um erlendu skipstjórum, sem á strand- ferðaskipum liafa verið, væri það full- komlega ljóst, að þeir voru að brjóta fyrirskipanir og stofnuðu vísvitandi lífi manna i hættu, þegar þeir t. d. á »SkáI- holticc og »Hólum« fluttu á haustin alt að 500 farþega j'fir jafn hættulegt svæði og Húnaílóa, eða leiðina frá Seyðisfirði til Reykjaness. Hin síðarnefnda leið má heita hafnalaus úr því Berufirði sleppur. og hún hefir olt verið farin með líkan fjölda manna innanborðs og áður er um getið, en við björgunartæki þau, er á þeim skipum voru og eigi voru viðtæk- ari en það, að þau hefðu ríflega nægt skipshöfninni einni, var aldrei bælt, hversu margir sem farþegar voru. Sama má segja um norsku skipin, sem farþega hafa flutt með ströndum fram á voru Iandi. Öllum til leiðbeiningar eru festar upp töflur með áletrun um það, hversn marga menn skipin máttu ílytja haína á milli, en margfalt var farið fram úr þeirri tölu þegar til Islands kom. Björgunarlæ.ki voru aldrei aukin í sam- ræmi við farþegaflutning og þó var skip- sljórunum það Ijóst, a.ð hver einstakling- ur gat kært þá, en þeir skákuðu i þvi, að þólt hér, ef til vill væru einhver lög,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.