Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 13

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 13
ÆGIR 169 landi hafi gefist miður vel sökuin óhag- stæðrar veðuráttu og strauma. Eiskverðið. Eilt af þeim málurn sem mikið er óunnið að, er fiskverðsmálið. Það mundi engin trúa sem ekki er kunnugur því, að á ekki stærra landi en íslandi með símasambandi víðast hvar, skuli vera jafnmikill mismunur á verði sjáfarafurða eins og hér á sér stað. Og jafnmikið misrétti á mismunandi sölumáta jafn- vel á sama stað. Sem dæmi vil eg benda á, að á sama tima á mismunandi stöðurn á landinu, er fiskur í útverum keyptur: Óaðgreindur þurkaður þorskur (stórfisk- ur) á 160,00 kr., en á hinum staðnum samskonar fiskur á útílutningshöfn að eins á 140,00 kr., og svipuð hlutföll með saltaðan og blautan fisk. Þá tekur ekki betra við ef landsmenn sjálfir þurfa að nota hann nýjan, t. d. er alment verð á hausuðum og flöttum þorski fyrir kg. 24 aura, en smáfiskur og ýsa og þorskur með haus og slori kostar 30 aura kg. Að ógleymdu því, að síðastliðinn vetur keptust menn um að kaupa fisk af fram- andi mönnum fyrir all að 80 aura kg. en hefðu viðsvegar á landinu getað feng- ið fullstaðinn fisk fyrir miklu minna verð. Alt þetta stafar af því, að hér er eng- inn almennur fiskimarkaður, skrifstofa sem veit um afla landsmanna og um leið um birgðir og eflirspurn á heimsmark- inum eftir fiskiafurðum. Á slíkum timum sem nú, má sjálfsagt afsaka þetta, þar sem alt verð er svo hverfult, en þetta sleifarlag er ekki ný til lcomið, það mun niargur útgerðarmaður frá þvi fyrir strið- ið muna eftir þvi, hafi hann þurft að borga út eitthvað eftir almennu markaðs- verði, að jafnvel á hauslmánuðum var ekkert verð alment komið, og olli slíkt eigi sjaldan þrasi og óþægindum. í sambandi við þetta vil eg minnast á það, þar sem við nú erum að verða brot úr siglingaþjóð, að oft eru ýms ákvæði miðuð við alment mánaðarkaup, en jaí'n djúpt liefir þurft að grafa eftir því eins og markaðsverðinu. Er vonandi að bæði þessi mál verði af réttum hlutaðeigendum tekin til íhug- unar og komið í betra horf. Mun ekki hinn hvarlandi ráðningarmáti manna að einhverju leyli eiga rót sina að rekja hingað? > Nárasslœið á Isafirði. Á fundi Fiskifélagsstjórnarinnar í ágúst, var samþ. að halda námsskeið í mótor- fræði á ísafirði. Vegna þess hve allar ferðir til Vesturlandsins um þetta leiti voru óábyggilegar, var á sama fundi samþ. að eg færi með Sterling austur um land til ísafjarðar, átti eg einnig að hafa tal af deildum á Austurlandi við- víkjandi námsskeiðum. Fór eg héðan úr Reykjavík með Sterling 10. sefl. og kom til ísafjarðar 28. s. m. Á Fáskrúðsfirði. álli eg tal við form. deildarinnar þar, og' sagði hann mér, að yrði námsskeiðið haldið þar mundu verða um 20 þátttak- endur. Á Eskífirði talaði eg einnig við form. deildarinnar, sem sagðist búastvið að 20—30 tækju þátt í námsskeiði, alveg hið sama má segja um Norðfirðinga, þátttaka þar mundi verða um 30. Deild- arstjórar á þessum stöðum töldu efamál, að menn úr þeirra héruðum sældu námsskeið annarsstaðar, aðallega vegna þess hve örðugt væri að fá verustaði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.