Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 23
ÆGIR
179
ar órétt, — hann mun launa hinni dönsku
þjóð fyrir það, að hún hefir látið sér
umhugað um, að gera eigi bræðraþjóð
sinni rangt til í þessu máli.
Já, guð blessi framtíð bæði íslands og
Danmerkur og
»Guð varðveiti konunginn«.
Þá lék lúðraílokkurinn »Kong Christi-
an«, en á eftir var hrópað nífalt húrra
íyrir konunginum. Hélt forseti samein-
aðs þings, Jóhannes Jóhannesson bæjar-
fógeti þá ræðu þá, er hér fer á eftir:
Oss er bæði Ijúft og skylt að minnast
sambandsrikis vors, Danmerkur, við þetta
mjög svo hátíðlega lækifæri, þegar ís-
lenzkur ríkisfáni er í fyrsta sinn dreginn
að hún á þessu landi og fullveldi íslands
viðurkent i öllum málurn þess.
Oss er þetta þvi ljúfara og skyldara
sem Danmörk er fyrsta rikið, sem við-
urkent hefir fullveldi íslands og liefir nú
siðast sýnt oss þann mikla sóma og hið
lilýja bróðurþel, að láta herskip biða hér,
eingöngu til þess að heiðra fána vorn við
þetta tækifæri og láta í Ijósi samúð sína
við oss og samfagna oss á þessari stundu.
Eg er þess því fullviss, að tala fyrir
munn hvers einasta íslendings, þegar eg
nú læt í ljósi þá innilegu ósk og von, a ð
Danmerkurríki megi eflast og blómgast,
a ð óskir og vonir, sem því hafa verið
hjartfólgnastar um mörg ár, megi ræt-
ast og að ætíð megi fara vaxandi bróð-
urþel og samvinna milli dönsku og is-
lenzku þjóðanna, báðum til gagns og
sóma.
Var þá leikið á horn »Det er et yndigt
Land«, en á eftir var hrópað húrra fyrir
Danmörku. Þá lék lúðraflokkurinnn »Ó,
guð vors lands«, en síðan var hrópað
húrra fyrir hinu islenzka riki.
Kl. 2 fór fram guðsþjónusta í dóm-
kirkjunni. Steig biskupinn í stólinn. Við-
staddir guðsþjónustuna voru m. a. for-
ingjarnir af »Islands Falk« og ræðismenn
og flestir aðrir embættismenn.
Skýrsla
uni liáseianánisskeið í Keykjavík, sem
hyrjaði liinn 15. október þ. á. og endaði
hinn 14. desember.
Samkvæmt auglýsingum í Morgunblað-
inu byrjuðum við undirritaðir náms-
skeið fyrir háseta hinn 15. okt. síðastl.
og höfðum við lagt áætlun um kennslu
fyrir stjórn Fiskifélagsins, sem studdi
viðleitni nokkar bæði með því að heita
styrk til þess, væri áætlun fullnægt. og
lánaði auk þess skrifstofuna til fyrirlestra.
Vevkleg kennsla
hefir farið fram á verkstæði þeirra Guð-
mundar Einarssonar og Sigurðar Gunn-
laugssonar og hafa þeir kent það sem
hér segir:
1. Allskonar stang (Spledsninger) á köðl-
um bæði þrí- og fjórsnúnum.
2. Að stanga saman vir, búa til augu á
vír og alt er að því lýtur.
3. Að búa til hnúta, hlífar og mottur
og um leið skýrt frá hvar þetta og
hitt eigi við.
4. Að klæða með skipmannsgarni og
útskýrt hvenær og hvar helzt eigi að
gera það.
Munnleg kennsla
hefir farið fram á skrifstofu Fiskifélagsins
og hefir Sveinbjörn Egilson haldið fyr-
irlestra um eftirfylgjandi:
1. Um skip yfirleitt.