Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 24

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 24
ÆGIR 180 2. — hvernig möstur eru sett í skip og tekin úr. 3. Um hvernig slá á undir seglum. 4. — legufæri skipa, keðjulása og frá- gang á þeim. 5. Um frágang á lestarrúmum. 6. Um að koma upp toppstöngum og taka þær niður, söinuleíðis rám. 7. Um hvernig farið erað, þegar bóm- ur, gafflar eða rár brotna. 8. Um hvers gæta verður þegar miklum þunga er lyft, 9. Um hirðingu skipa og góða meðferð á öllu þeim tilheyrandi. 10. Um heiti hinna ýmsu tegunda skipa, 11. — — segla og kaðla á skipum. 12. — skyldur skipsmanna og almennir skipssiðir á verzlunarskipum. 13. Kompásinn, strikin kend á dönsku og ensku. 14. Um strok frá skipi. 15. Um gistihús, sendla þeirra (runners) og ýmislegt er sjómaðurinn þarf að varast í framandi löndum. 16. Ýms skjöl og skýrteini skipa. 17. Um vinda á hafinu. 18. Reglur til að finna styrkleika kaðla. 19. Áhöld, sem höfð eru við siglingar. 20. Um björgunaraðferðir. Ivenslan fór þannig fram, að helming- ur nemenda hlýddi á fyrirlestra, meðan hinn helmingurinn var að verklegri vinnu og þannig skift um hvert kveld. 14 menn hafa sótt námsskeiðið; íleiri vildum við ekki taka í byrjun, þar eð við ekki viss- um hvort fleirum yrði sint við hina verklegu kennslu. Hver nemandi borgaði lö kr. fyrir mánuðinn; vildum við eigi hafa það gjald hærra, þar eð bæði bar að líta á peningaleysi og dýrtíð, og svo var einnig um nýjung hjer að ræða, sem við von- um, að verði byrjunarstig tll þess, að slík námsslceið komist hér á og að, að þeim verði starfað af krafti; að þess þnrfi hér með höfum við þennan stutta tima orðið varir við og einnig það, að menn langar til að nema og fræðast um þá hluti, sem atvinnuna snertir. Drepsóttin stöðvaði framkvæmdir okk- ar þannig, að fyrsti flokkur námsskeiðs- ins varð að liætta 4. nóv. í stað 15. Þann dag átti nýr flokkur að byrja, en í stað þess höfum við orðið að halda áfram með hinn fyrsta ílokk til 14. des. og get- um héðan af ekki byrjað með nýjan flokk fyr en rétt eftir nýjár. Reynslan sýnir okkur nú, að á mán- uði má kenna mönnum hið helzta, sem atvinna á sjó heimtar en gæta verður þess, að hér fer engin fullnaðarkensla fram, því hún fæst að eins með langri æfingu, en mánuður er nógur tími til þess, að henda mönnum á hið lielzta, sem þeir þurfa að kunna og útskýra ýmislegt, sem þeim er ekki ljóst, og það er markið. Áhöld, efni, bækur og myndir höfum við lagt til. Nemendur þeir, sem sótt hafa náms- skeiðið hafa stundað það vel, verið sið- prúðir og framkoma þeirra öll verið hin bezta. Reykjavík 14. desember 1918. Guðmundur Einarsson. Sigurður Gunnlaugsson. Sveinbjörn Egilson. í hvert skifti, sem vandað og gott skip er keypt hingað til lands, er fram- faraspor stigið, það er gagn fyrir hverja

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.