Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 15

Ægir - 01.11.1918, Blaðsíða 15
ÆGIR 171 allmörgum sjómönnum og útvegsmönn- um i Þingeyjar-, Eyjafjarðar- og Skaga- fjarðarsúslu og hefir sá kunningsskapur orðið mér að liði við starf mitt. Heíi eg viða mætt velvild á ferðalagi mínu og mér fúslega í té látnar ýmsar upplýsing- ar og leiðbeíningar. Þegar eftir nýár fór eg að vinna að þvi, að fá menn til að ganga í Fiskifé- lagsdeild Akureyrar og útvega »Ægi« kaupendur, og hafði þetta hvorítveggja nokkurn árangur. Um síðustu áramót voru einungis 5 starfandi Fiskifélagsdeildir í Norðiend- ingafjórðungi. Einsetti eg mér að fjöiga þeim á árinu svo léltara yrði að hafa samband við veiðistöðvarnar i fjórðungun- um. Eftir miðjan febrúar tók eg mér ferð á hendur út í veiðistöðvarnar við Eyja- fjörð. Hitti eg fyrst Höfðhverfinga og ræddi við þá um Fiskifélagsdeildarstofn- un i Grýtubakkahreppi, en sá hreppur hefir um 10 vélbáta og tvö stærri véla- skip. Þeirri málaleitun| minni var tekið vel, en tækifæri var þá eigi til að ná út- útgerðar- og sjómönnum þar á fund, svo deildarstofnun var frestað. Ur Höfða- hverfi fór eg til Hríseyjar, sem tilheyrir Árskógslireppi. í þeim hveppi eru um 20 vélabátar flestir i eyjunni og margt af árabátum. Matth. Ólafsson ráðunautur hafði þá fyrir rúmum tveimur árum haldið deildarstofnfund i eyjunni. En sú deild fékk aldrei nein lög', engin tillög voru greidd og aldrei haldinn fundur nema stofnfundur. Eg boðaði nú Hrís- eyinga á fund, og þóltist á þeim fundi hafa komið þar fiskifélagsdeild á fastan fót, og greiddu meðlimir hennar tillög sin. Úr Hrisey fór eg til Dalvíkur og átti tal við formann Fiskitélagsdeildarinnar þar og fleiri félagsmenn, en fundi varð eigi komið á fyrir illviðri. Á heimleið heimsótti eg skipstjóra Sæmund Sæ- mundsson á Hjalteyri, og ritaði upp eft- ir lionum nákvæma skýrslu^um hákarla- veiði með lóð og útbúning til þess, sem liann hafði stundað sumarið fyrir. Skýrslu þá sendi eg Fiskifélagi íslands og mun hún geymd þar. í þessum þrem veiðistöðum, sem eg hafði nú heimsólt, varð eg greinilega var við kvíða fyrir þvi, að steinoliuskortur mundi verða á vélbátum á sumarvertíð- inni, enda höfðu sumir bátar tapað aíla sumarið áður fyrir olíuvöntun. Sumir kviðu og saltskorti en höfðu þó meiri von um, að Akureyrarkaupmenn mundu ef til vildi fá saltskip með vorinu, en öruggir virtust menn vera að halda út vélbátum sinum til fiskjar gætu þeir fengið olíu. Var alment skorað á mig að gera alt, sem eg gæti til að stuðla að því að annar eins steinolíuskortur kæmi eigi fyrir á sumarvertiðinni og verið hafði sumarið á undan. 4. marz símaði eg því Fiskifélagsstjórninni í Reykjavík um þetta efni, og fékk eg svar eftir tvo daga og i sagt, að salt mætti panta hjá landsstjórn- inni ef menn slæju sér saman, en svör landsstjórnarinnar um olíuna voru á huldu og lítið á þeim að byggja. Svar stjórnarráðsins sendi eg svo í öll útgerð- arhverfi Norðanlands, en sjómenn og útvegsmenn voru þá sér í skaða seinir, að nola sér tilboð stjórnarinnar um salt- pöntun, og kom það þeim sumum í koll síðar. (Þeir bygðu sumir á að Alc- ureyrarkaupmenn fengju salt, sem þó aldrei varð), en Fiskifélagið hafði gert það er með sanngirni varð afþvíheimt- að í þessu máli, að flytja mál þeirra við stjórnarráðið. Um 25. marz kom e/s »Lagarfoss« til Eyjafjarðar. Hafði hann meðferðis nokk- uð af steinoliu til Eyafjarðar- og Þing- eyjarsýsln. Sýslumaðurinn í Eyjafjarðar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.