Ægir - 01.03.1923, Blaðsíða 6
28
ÆGIR
Aflaskýrslur.
Samkvæmt 4 gr. laga nr. 29 frá 8 nóv.
1895 er »skipstjórum á þilskipum og for-
mönnum á opnum bátum. gerl að skyldu
að láta hlulaðeigandi stjórnarvöldum í tje
skýrslur, svo nákvæmar sem föng eru til
um það, hve mikið hati aílast á skipum
þeim eða bátum, er þeir hafa farið með.
Skýrsla þessara má einnig ef þurfa þykir,
kreljast af útgerðarmönnum skipanna eða
hátanna.
8. gr. sömu laga hljóðar svo: »Geíi
nokkur visvitandi ranga skýrslu um nokk-
uð af þeim atriðum, sem um er spurt
samkvæmt 3—5 gr. í lögum þessum, eða
neiti nokkur að slaðfesta skýrslu sina með
vollorði uppá æru og trú, varðar það
sektum frá 10—200 króna. Tregðist nokkur
við að láta í tje skýrslu, er heimilt er sam-
kvæmt lögum þessum að heimta, má
þröngva hann til þess með dagsektum,
1—5 kr. á dag«.
í reglugerð um fyrirkomulag og undir-
húning hagtræðisskýrsla um atvinnuvegi
landsins, búnað, flskiveiðar og verslun frá
20. apríl 1897, er svo fyrirmælt í 2 gr.
meðal annars: »Um afla á opnum skipum
eru formenn þeirra skyldir að geía hrepp-
stjóranum í þeim hreppi eða bæjartógeta
i því kaupstaðafjelagi, þar sem skipum er
haldið úti, skýrslu við lok hverrar vertiðar,
svo getur og hreppstjóri eða bæjarfógeti
krafist samskonar skýrslu utan vertiðar,
pegar honum þykir þess þörf. Hreppstjórar
og bæjarfógetar skulu hafa nákvæmar
gætur á því, að allir formenn á opnum
hátum gefi, skýrslu um afla sinn, hvenœr
sem er á árinu, og skulu sjerstaklega hafa
það hugfast, að utansveitarmenn sleppi
eigi svo burt úr hreppnum, að þeir eigi
hafi áður gefið skýrslu um aflann, skal
úlgerðarmaður skyldur til þess, ef hann er
annar en formaður«.
í 3 gr. sömu reglugerðar stendur svo
meðal annars: »Skipstjóri á þilskipum
sem til fiskiveiða ganga, skulu skyldir að
lála sýslumanni eða hreppsljóra i tje, þegar
skipið hællir fiskiveiðum það árið, og
annars þegar sýslumaður eða bœjarfógeti
krefst þess, skýrslu um afla skipsins eftir
fyririnynd C. hjer á eftir, og skal sýslu-
maður eða bæjarfógeti sjá um, að skip-
stjóri sje útbúinn með eyðublöð eftir þess-
ari fyrirmynd. Geti skipstjóri eigi einhverra
hluta vegna gefið slíka skýrslu, skal út-
gerðarmaður skyldur til að lála hana í
tje«. Form á fyrri aflaskýrslunum eru látin
fylgja reglugerðinni, Þetla sýnir afarvel, að
þing og stjórn hefir verið fullljóst fyrir 26
—28 árum, að aflskýrslur voru nauðsyn-
legar og var nauðsyn þeirra þá ekki neitt
til líka eins brýn, eins og eftir að ísland
komst í simasamband við umheiminn og
kaup og sala á vörum, frá og til landsins
gengur fyrir sig að meira og minna leyti
símleiðis. Sektarákvæði vanta heldur ekki
í lögin, ef útvegsmenn — bátaformenn,
skipstjórar eða útgerðarmenn sýna skeyt-
ingarleysi eða mótþróa, með að gefa hlut-
aðeigandi yfirvöldum upp afla sinn, þvi
samkvæmt lögum má dæma þá i dagsektir.
Jeg skal játa það, að mjer er ekki vel
kunnugt um, hvernig þessi lög og reglu-
gerð hafa verið skilin og framkvæmd af
framkvæmdavaldinu, en það er öllum vit-
anlegt að skýrslur um afla eru ófáanlegar
með öllu, til afnota fyrir almenning fyr
en þær birtast í Hagtiðindum, en jafnvel
þar eru þær mjög ófullkomnar. Sem dæmi
má geta þess, að í verslunarskýrslunum
fyrir árið 1914, er mismunur á því sem
skýrslur hafa fengist um og því sem toll-
reikningar sanna, að út hafi verið flutt af
sjávarafurðum þannig: