Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1923, Side 18

Ægir - 01.03.1923, Side 18
40 ÆGIR Skýrsla til ríkisstjórnarinnar frá Pjetri A. Ólafssyni. i. Skýrsla til stjórnarráðs íslands um erindi P. A. Ólafssonar til að rannsaka horfur í Suður- og Mið-Ameríku fyrir sölu á íslenskum fiski. P. t. Santos, 6. des. 1922. Strax og jeg hafði tekist þessa ferð á hendur þóttist jeg sjá fram á, að ferðin kæmi að litlum notum, ef ekki væru höfð með sýnishorn. Ekki eingöngu til að sýna þá vöru, sem hægt væri að bjóða, en jafnframt til að fá eigin reynslu fyrir, i hvaða ástandi hún kæmi fram svo langa leið og hvernig hún þyldi hitann. Svæðið, sem ætlast var til að leitað yrði fyrir sjer á, er frá 30. ° nbr. til 40. ° sbr., á hjer um bil heitasta svæði hnattarins. Eftir að hafa ráðgast um málið við stjórnarráðið, gerði jeg ráðstöfun til, að eftirfylgjandi sýnishorn yrðu send, í ýmiskonar umbúðum, sem að neðan tilfært, en vegna þess að tíminn var svo naumur, var því miður ekki hægt að fá þetta útbúið eins og maður hefði óskað. Til Buenos Aires, Montevideo og Rio de Janeiro fóru sendingarnar nr. 1—10 með »Gullfossi« frá Reykjavík 3. sept., til umhleðslu í Englandi, en á 3 síðari staðina áttu þær að fara með »Gullfossi« frá Reykjavik 12. okt., og með sömu ferð átti harðfiskurinn að fara á alla staðina, og klipfiskurinn til Nigeria. Jeg lagði á stað frá London 19. okt. og kom til Rio de Janeiro 7. nóv. Á leiðinni fjekk jeg mælingar á loft- og sjávarhitanum daglega, og var meðal- talið þetta: Lofthiti. Sjávarhiti. um Frá 19.-22. okt. á 51.—42. gr. nbr • 12,5 gr. C. 15 gr. C. — 23.-26. okt. » 40.—26. — — . 20,5 — — 21 - 27.-31. okt. »21.-5. — — . 26 — — 26,5 — 1.- 6. nóv. » 0.—23. — sbr . 25,5 - — 27,5 -- 7.-30. nóv. í Rio de Janeiro min. .. max. .. • 17 gr. | .34-j | 24,5 meðalt. - 1.- 5. des. í Sao Paulo min max . 13-| . 26,5- j | 21,0 — Við komu mina til Rio tjáði danski sendiherrann mjer, að hann hefði miðjan okt. fengið farmskírteinið frá íslandi upp á fisksýnishornin, en

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.