Ægir - 01.03.1923, Qupperneq 22
44
ÆGlft
Jeg hygg að heppilegra myndi verða að gera tilraunir með húsþurk-
aðan fisk. Það er bæði hægra að fá hann þurrari og lika jafnari, sem hefir
töluverða þýðingu. — Brasilíubúar kæra sig ekkert um fiskinn í blikkkössum,
og jeg held heldur ekki, að hann haldi sjer neilt betur í þeim en trjekössum,
síst ef kveikingin er óábyggileg.
Af fleiri áslæðum eru fyrst um sinn mest líkindi til bestrar sölu til
Rio og Santos, vegna þess að hjer eru góðar hafnir og flest skip frá Evrópu
koma við á þessum stöðum. í rikjum, sem liggja að þessum hafnarbæjum,
þ. e. a. s. Sao Paulo, Rio de Janeiro og Minas Geraes, sem liggur aftur að
báðum, eru bestu járnbrautarsamgöngur ríkisins, og í þessum 3 ríkjum eru
um 14 milj. íbúa, eða tæpur helmingur af öllum bandaríkjunum, sem eru 22.
1 höfuðborginni Rio de Janeiro eru nú um 1200 þúsund ibúar og í höfuð-
borginni Sao Paulo (samnefnd ríkinu) eru um 600 þúsund. í Rio er afarstórt
frysti- og kælihús, með öllum nýtísku útbúnaði, fast við höfnina, með göngum
(Kanal) frá húsinu til skips, sem alt til kælihússins er flutt um. En lítið er
þetta hús samt enn notað fyrir geymslu á saltfiski. Jeg sá þar að eins 2—300
kassa frá firmanu A. & M. Smith. — Fyrir geymslu í þessu húsi er tekið 32
reis pr. kg. fyrsta mánuðinn, eftir það 22 reis. En gjald þetta mundi fást
lækkað að mun, ef um stærri sendingar væri að ræða. — í Sao Paulo eru
líka slór frystihús, en þau eiga sláturhúsaeigendurnir. Þau eru langt frá sjó
og geta varla komið til greina með geymslu á saltfiski. En Sao Paulo liggur
7—800 metra yfir sjávarflöt, nokkrum gráðum sunnar, og er þar því ætíð
mun svalara en í Rio. Mundi því síður þurfa að geyma fisk hjer í kælihúsi,
þó auðvitað væri það ákjósanlegra.
Pernambuco og Bahia. — Eftir innllutningsskýrslunum hefir innflutn-
ingur á fiski síðustu árin verið einna mestur til þessara staða, sjerstaldega
Pernambuco, en aðallega er það Nýfundnalandsfiskur. Norskur fiskur þekkist
þar, en af honum kvað sama sem ekkert seljast, og af harðfiski kvað vera
mjög lítil sala alstaðar. Er fiskurinn, eftir skýrslu, sem jeg fjekk frá danska
ræðismanninum í Pernambuco, fluttur þangað í smátunnum, sem þykja
lientugri umbúðir en kassar fyrir flutning aftur inn í landið, sem vegna járn-
brautaleysis aðallega fer fram á múldýrum og hestum. Konsúllinn segir, að
innflutningurinn hafi minkað mjög rnikið þetta ár, vegna þess hvað fiskurinn
sje dýr, miðað við kjötverðið, sem hafi lækkað mikið meir og kosti nú að
eins Y8—V2 af fiskverðinu. Hann segir, að menn sjeu þar vanastir Nýfundna-
landsfiski og að það sjeu ætíð erfiðleikar á að koma inn nýjum tegundum, og
ræður frá að senda mikið af fiski þangað, og þá sjerstaklega ef það sje fiskur,
sem geymist illa. Töluvert meiri hiti í Bahia og Pernambuco leiðir það líka
af sjer, að ísl. fiskur lilýtur að geymast þar ver en suðurfrá, og þar eru, að
því er jeg frekast hefi getað tilspurt, engin kælirúm fyrir fisk. — Af því að
send sýnishorn til þessara staða voru ekki komin er jeg fór frá Rio, og engar
upplýsingar hægt að fá hvað þeim leið, og meðfram vegna upplýsinganna,
sem jeg fjekk frá konsúlnum, þá hætti jeg við að fara til þessara staða. Það
hefði tafið mig um 3—4 vikur, og það þótti mjer of mikið eftir hina miklu