Ægir - 01.03.1923, Qupperneq 24
46
ÆGIR
hefir fjelag það, sem sjer um uppskipun, 5 daga frest til að koma þeim á
tollbúðina. Annars er þeim skipað i iand svo fljótt sem hægt er.
Það er mikilsvert atriði, ef hægt er að koma skjölunum með öðru
skipi á undan vörunum, þó ekki væri nema 3—4 dögum áður. Þá er hægt
að hafa umsóknina til tollgæslunnar tilbúna og þá getur móttakandinn strax
fengið sendinguna frá skipi, og auk þess að við það sparast ))Værdiafgiften«
(verðtollurinn), hefir það mikla þýðingu, að geta komið vörunni sem fyrst af ,
sjer til kaupandans.
»Værdiafgiften« eða verðtollurinn innifelur i sjer uppskipun og húsa-
leigu mánaðartíma. Liggi sendingin meira en einn mánuð í tollpakkhúsinu,
borgist nýr verðtollur, sem er 4 °/o fyrir næsta mánuð (helmingi hærri en
fyrsta mánuðinn) og fyrir 3. mánuðinn er hann 10 °/o. — Þessum kostnaði er,
eins og fyr er getið, hægt að komast hjá, ef skjölin koma á undan sendingunni,
ef þau eru í lagi, tollurinn er greiddur og varan ílutt í pakkhús móttakandans.
Tollútgjöld etc. — Af fiskinum greiðist til ríkisins vigtartollur, 55 %
með gullgildi og 45 °/o með pappírsgildi. ToIIurinn nemur nominelt 60 reis
pr. kg. Gullgildið er sem stendur 4,4 sinnum meita en pappírsgildið, og verður
því vigtartollurinn
55 °/o af 60 reis x 4,4 ........................... = 145 reis
45 °/° pappíi' af 60 reis ......................... = 27 —
172 reis reikn. 180
Hjer við bætist verðtollurinn, sem gildir 1 mánuð eftir
komu og nemur 2 °/o gullgildi af cif-verðinu. Sje það
reiknað 116 milreis pr. kassa á 58 kg., verður kilóið:
2 milreis x 2 % x 4,4 ........................... = 176 reis reikn. 180
pr. kg. reis 360
Með öðrum orðum, koslnaður á kassanum verður þetta:
Vigtartollur pr. ks. 58 kg. á 180 reis ..................... 10440
Verðtollur af ks. 116 milreis .............................. 10440
pr. kassa ca. 21 milreis,
en ca 10—11 milreis, ef ekki þarf að borga verðtollinn, en við framangreindan
kostnað bætist svo 20—100 milreis i »Despacho«, eftir stærð sendingarinnar.
Söluskilmálar. — Fiskurinn er nú vanalega sendur og seldur í umboðs-
sölu. Einstaka »parti« eru þó seld cif. Er þá fiskurinn seldur þannig, að selj-
andi gefur út víxil á kaupandann, sem innleysist 30 dögum eftir móttöku vör-
unnar. Víxil og farmskírteini er hægt að senda banka. En það er algild regla
hjer, að móttakandi hafi leyfi til að skoða fiskinn, hvort hann svarar til þess,
sem hann er seldur fyrir. Geri hann það ekki, getur hann neitað að taka á
móti honum, og verður þá bankinn eða sá, sem fær skjölin, að ráðstafa hon-
um öðruvísi. En reynist fiskurinn vel, getur kaupandinn fengið hann i sitt
pakkhús, en má ekki láta hann út aftur nema partíið sje borgað, eða samið
j