Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1923, Page 25

Ægir - 01.03.1923, Page 25
47 ÆGIR sjerstaklega um það við bankann. Af framangreindum ástæðum er næstum nauðsynlegt að hafa millilið eða umboðsmann, sem sjer um, að að eins sje átt við velstæð og heiðarleg firmu, og sem getur ráðstafað fiskinum, ef eitt- hvað ber út af. Til bráðabirgða hefi jeg í Rio aflalað við firmað Lerche & Sahlin, 96 rua Primeiro de Marco 10, telegr. adr. »Dano«, sem kvað vera mjög áreiðanlegt og heiðarlegt firma, að þeir væru milliliðir fyrir þá, sem ósk- uðu. Taka þeir 2°/o í umboðslaun og felur það í sjer »Delcredere«. - í Sanlos af- talaði jeg við firmað F. S. Hampshire & Co. Ltd., sem einnig hefir skrifstofu i Sao Paulo og víðar, að vera milliliðir fyrir þá, sem kynnu að óska. Þeir gera hvorttveggja að kaupa í fastan reikning og vera umhoðsmenn, einnig fyrir útfluttar vörur, kaffi elc. Þeirra firma í London heitir Norton, Megau & Co., Ltd — I’etta firma kvað, að sögn danska konsúlsins í Santos, vera mjög áreiðanlegt. Brasíliska myntin. — í öllum verslunarviðskiflum er reiknað með papp- írs-milreis. Gullmilreis, sem nú er 4,4 hærra en pappir, er að eins notað al' því opinbera, og þá venjulegast reiknað út í pappírsgildi. Gengið á pappírs- milreis er normall jafngilt. 16 d., en það hefir það ekki verið síðan 1913. — Arin 1915—1920 jafngilti 1 milreis frá 12—14^4 d. 1921 fjell það niður í með- altal 8x/i d., og síðan hefir það smáfallið og stendur nú í 61/* d., eða sem svarar 381/* milreis fyrir £. — 15. nóv. síðastliðinn fór frá völdum Dr. Epi- tacio Pessoa, en við tók Dr. Arthuro de Silva Bernardes, 12. forseti ríkisins. Jafnskjótt sem hann hafði tekið við völdum, vjek hann úr sessi ýmsum embættis- mönnum, er þóttu hafa rækt störf sín illa, og gerði ýmsar ráðstafanir til að minka útgjöld ríkisins og koma fjárhaginum í hetra horf. Gera menn sjer vonir um, að þetta liafi þær afleiðingar, að gengið hækki bráðlega aftur. — Myndi það auðvitað sluðla að því, að hægra yrði að selja fisk til Brasiliu. — Eftirmáli. Analyse. — Til frekari skýringar þvi, sem getið er um á bls. 15,J) um að móttakandi fiskjar hafi leyfi til að sannfæra sig um, hvort fiskurinn svarar til þess, sem hann er seldur fyrir, þá er móttakandi ekki einráður um að meta þetta. Samfara tollskoðuninni, sem getið er um á bls. 13,2) hefir láðst að geta um skoðun heilbrigðisráðsins, sem er verulegasti þátturinn í skoðun hins opinbera, og sem er innifalinn í »efnagreining«. Sje fiskurinn af heilbrigðis- ráðinu dæmdur óskemdur, getur kaupandinn ekki neitað að taka á móti hon- um — ef ekki einhver önnur atriði kaupseðilsins gefa honum rjett til þess, t. d. ef fiskurinn kemur löngu síðar en gert var ráð fyrir, eða eitthvað því um líkt. Með virðingu Til Pjetur A. Ólafsson. sljórnarráðs íslands, Reykjavík. 1) Hjfir á bls. 46. — 2) Iljer á bls, 45.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.