Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1930, Side 11

Ægir - 01.06.1930, Side 11
ÆGIR 133 Vigu samkeppni útflytjenda tekst að lækka verðið úr því, sem nú er, en víst er það, að innflytjendum sem ekki eru um leið útflytjendur, er enginn akkur í því að verðið lækki, heldur þvert á móti. Þeir óska að verðið sé sem stöðugast, farandi í hækkunarátt. Eg held að sumir hér búist við að næsta sending af .Faxaflóafiski (fyrstu sendingu kalla ég þær sendingar allar, sem fara frá Islandi um þessi mánaða- niót, allt fram til miðs júní) muni verða seld fyrir 33/- cif., en ekki lægra og úr því muni verðið fara hækkandi. í fyrstu sendingunum mun Færeyjafiskurinn hafa verið seldur sama verði og sá íslenzki. Þeim til athugunar, sem fylgjast með fiskverðinu i Noregi, vil ég endurtaka það, sem ég áður hefi skýrt frá, að verðið sem opinberlega er uppgefið í Noregi er niiðað við nr. 1 ekki fob., heldur afhent við geymsluhúsdyr kaupanda og ópakk- en metið. Á kaupandann (þ. e. út- Ayfjandann) leggst því bæði útskipunar, Pökkunar og nýr matskostnaður, (þó lítill sé) sem ekki leggst á útflytjanda ís- lenzka fisksins. Nú er fragtin frá Nor- egi talsvert lægri en frá íslandi, en ekki mun sá mismunur nema meiru en áður nefndum umframkostnaði útflytjenda norska fisksins. Samkvæmt markaðsfréltum frá óporto (nú síðasta dags. 20. þ. m.) hefur neyzl- an þar undanfarnar 3 vikur verið kring- nni 7000 pakkar á viku. 19. maí voru birgðirnar þar áætlaðar kringum 40000 pakkar. Síðasta skýrsla frá Lissabon, dags. 18. maí, segir að neyzlan stðasta hálfa mán- nðinn hafi verið þar kringum 20000 pakkar og birgðirnar 17, maí að eins verið kringum 3000 pakkar. Á báðum þessum markaðsstöðum eru menn rnjög órólegir, einkanlega vegna mjög mis- jafnra tilboða frá Noregi. í Óporto eykur og kauptregðuna, að nú er sá fiskur um það leyti að verða fullverkaður, sem þangað (eða réttara sagt á stað þar ná- lægt) var sendur óverkaður, bæði frá Noregi og íslandi (frá íslandi með Bes- segg, 650 tonn) og þarf því ekki að kaupa annan fisk, meðan þessi er til. Út af sölum til Portúgal af óverkuð- um fiski vil ég taka þetta fram: Þar er enginn neytendamarkaður fyrir óverkað- an fisk og getur ekki orðið fyr en Port- úgalar hafa kælihús fyrir fisk. Allur ó- verkaður fiskur, sem þangað er sendur er því verkaður þar, og þar sem verk- unin þar er langtum ódýrari en bæði í Noregi og á Islandi, spillir hann fyrir kaupunum á fiski, sem verkaður er í þessum löndum. Svo lengi sem ekki er neytendamarkaður í Portúgal fyrir ó- verkaðan fisk, álít ég þvi alveg skakt að senda þangað óverkaðan fisk. Það sem sent er þangað af óverkuðum fiski, mink- ar aðeins magnið af verkaða fiskinum, sem Portúgal getur tekið á móti. Hér er því allt öðru máli að gegna en um söl- una á óverkaða fiskinum til ítaliu, sem er skakt að hata á móti, þvi óverkaði fiskurinn, sem þangað er seldur, er að mestu seldur á aðra markaðsstaði en þá, sem vilja fullverkaðan eða labraverkað- an fisk og- spillir því ekki fyrir sölunni á þeim og reynist því þannig útvikkun á markaðinum, sem okkur er alveg nauðsynleg með okkar hraðvaxandifram- leiðslu. Þar sem enn er eklci farið að selja á markaðinum frosna fiskinn, sem hingað kom með s/s »Annfin«, get ég ekkert sagt um þessa tilraun að svo stöddu. Aðeins get ég sagt það, að ég hefi borðað hann og fundist hanu ágætur og sam-a hafa allir sagt, sem ég hefi talað við og hann hafa smakkað.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.