Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1930, Side 17

Ægir - 01.06.1930, Side 17
ÆGIR 139 lgd.) Á því svæði mætast álar frá Ame- ríku og Norðurálfu og liggja lirfur í kösum, en þegar straumarnir ná þeim, skiljast lirfurnar að og þær sem ættaðar eru frá Ameríku halda þangað, en hinar til Norðurálfunnar. Nú hefur »Dana« einnig fundið hrygningarstaði álsins í Kyrrahafi og Indlandshafi á afarmiklu dýpi, allt að 5000 metra. Ungir sjóliðsforingjar og náttúrufræð- ingar voru með prófessor Schmidt á þessu merkilega ferðalagi, sem hefur gert hann frægan mann. Visindalegur árangur leiðangursins er afarmikill og öllum þeim, sem riðnir hafa verið á einn eða annan hátt við hann, til mikils heiðurs. Að nokkru tekið eftir »Vikingen«. Björgunarbátur sem ekki getur sokkið. Skipaverkfræðingur Alfred Hansen, Dani að ætt, fæddur i Vesturheimi, hefur nýlega sýnt amerískum valdhöfum bát, sem hann hefur fundið upp og er þannig gerður, að hann getur ekki sokkið og fyllist hann sjó, tæmir hann sig sjálfur. Alfred Hansen segir, að bátnum geti eigi hvolft og að hann geti afborið verstu storma og stórsjói. Við tilraunir þær, er gerðar voru, kom það í ljós, að báturinn getur ekki farið af kjölnum og hafðialla þá kosti, sem Hansen taldi honum til gildis. 1 ameriskum blöðum er þess getið, að kjörgunarstöðvar fram með Atlantshafs- ströndinni, hafi pantað hina fyrstu báta, sem smíðaðir verða eltir sýnishorni Hansens og á að reyna þá frekar þar. „Flensborg" í Hafnarfirði. Þriðjudagsmorgun 10. júní s. 1. kl. 8.io f. h, sá fólk frá óseyri reyk, er lagði upp frá þakinu á hinu gamla skóla- húsi. Bjó skólastjóri Ögmundur Sigurð- son á efri hæð, en heimavistarherbergi nemenda skólans, eru á hinni neðri og eru þau mannlaus á sumrin. Hafnfirðingum tókst með góðri fram- göngu að slökkva eldinn, en þá var að heita má, öll efri hæðin brunnin og miklar skemdir urðu á því, sem bjarg- að var af búslóð skólastjóra og sjálfur fékk hann brunasár. Flensborg mun hafa verið reist um 1816—17 sem verzlunarhús af hinum svonefndu Flensborgurum. Þar voru þeir frændur Johnsen frá Slésvik, Maack, sem afkomendur á hér marga. Stúdent Þorfinnur Jónathansson var þar lengi verzlunarstjóri og til Flensborgar kom kaupm. Jörgen Hansen, sem þá var kornungur, ráðinn þar verzlunarmaður, fór þaðan til Papóss, þaðan til Eyrar- bakka og að lokum aftur til Hafnar- fjarðar, þar sem hann rak verzlun lengi og þar dó hann. Síðar keypti prófastur Pórarinn Böðvarsson eignina og gaf hana til skólahalds í minningu Böðvars sonar síns, er dó nýorðinn stúdent. Kaupm. I’orstdnn Egilsson byrjaði þar fyrstur barnafræðslu og nutu hennar meðal ann- ara Sigurður heitinn læknir í Búðardal, Steingrímur heitinn Guðmundsson húsa- meistari, bræðurnir sira Ólafur heitinn Petersen, Tómas vegaverkstjóri, undir- ritaður o. fl. 1. október 1882. byrjaði gagnfræða- skólinn þar og voru fyrstir kennarar, skólastjóri Jón Þórarinsson, Magnús Helgason, þá prestaskólakandídat og rit- stjóri Valdimar Ásmundsson og skipun þeirra samþykkti landshöfðingi 22. des.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.