Ægir - 01.06.1930, Side 23
Æ G I R
145
Áskorun til fiskimanna.
Að tilhlutun stjórnar fiski- ogsjórann-
sókna Danmerkur, hafa í vor verið merkt
nokkur hundruð af þorski við Vest-
manneyiar, á varðskipinu »Þór« og í
vor og sumar verður væntanlega merkt
eitthvað af fiski við austur og norðaust-
urströndina. — Merkin eru af sömu
gerð og áður: tvær svartar ebónít-tölur,
festar saman með silfurvír, hvor sínum
megin á kjálkabarð (tálnalok) fisksins.
Finni menn merkta fiska, eru þeir
beðnir um að senda merkin s e m allra
fyrsl til skrifstofu Fskifélags íslands i
Reykjavík eða til erindreka félagsins á-
samt upplýsingum um :
1. Staðinn og dýpið þar sem fiskur-
inn veiddist.
2. Daginn þegar hann veiddist.
3. Lengd fisksins í sentimetrum, frá
snjáldursbroddi á afturrönd sporð-
blöðkunnar (önnur mál eru óþörf).
4. Kyn fisksins (hængur eða hrygna).
5. Nafn og heimilisfang þess er veiddi
eða hirti fiskinn.
Gott væri og, ef kvarnirnar væru tekn-
ai' úr fiskinum og látnar fylgja merkinu.
— Fyrir hvert merki með umbeðnum
upplýsingum, verða borgaðar 2 krónur.
Ég vil fastlega skora á fiskimenn, að
verða vel við þessari beiðni, og halda
vel til skila öllum merkjum er þeir finna.
Þessu hefur verið all-ábótavant undan-
farið, en á því veltur að nokkurt gagn
verði að þessum merkingum, sem eiga
fremur öllu öðru að geta gefið upplýs-
ingar um göngur fisksins.
Fyrir hönd stjórnar fiski- og sjórann-
sókna Danmerkur.
Reykjavík, 17. maí 1929.
Bjarni Sœmundsson.
Þessi áskorun er hér endurbirt og
skorað á fiskimenn að gera sitt ítrasta
til að halda öllum merkjum tii skila, er
koma í þeirra hendur. 7« 1930.
Sjóveiki.
»Cunardfélagið hefur skipað nefnd, er
rannsaka á, af hverju sjóveikin stafi og
hvernig bót verði ráðin á þessari leiðin-
legu veiki.
Nefndin hefur ferðast með »Aquitania«,
unnið að rannsóknum sinum þar og
hefur nú lokið störfum.
Voru ýmsar tilraunir gerðar á 180 far-
þegum er höfðu öll stig sjóveikinnar.
Fyrir rannsóknunum stendur yfir-
læknir félagsins, dr. Gwyne Maitland.
Sérstök rannsóknarstofa (Laboratorium),
var gerð á skipinu að eins i þessu augna-
miði. Ein af mörgum tilraunum var sú,
að láta farþega setjast á stól, sem fest
var á þilfarið á undirlag sem snúa mátti,
og var þannig útbúinn, að honum málti
snúa og rugga, svo hreyfingar urðu líkar
því, sem skips í stormi og stórsjó eru.
Sá, sem tilraunir voru gerðar á, varsett-
ur í stólinn, honum skipað að beygja
höfuðið og siðan snúið í hring með
miklum hraða. Oftast þurfti að snúa
stólnum að eins fáa hringi er einkenni
sjóveikinnar komu í Ijós; var þá maður-
inn þegar tekinn úr stólnum og rann-
sakaður nákvæmlega.
Dr. Maitland lætur það álit sitt í ljósi,
að hann og nefnin hafi orðið svo margs
visari um veiki þessa, sem gefi sér beztu
vonir um, að öruggt meðal gegn henni
megi finna.