Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 5

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 5
ÆGIR 51 Eftir fjörugar umræður um inálið, fól fundurinn þeim Páli Halldórssyni, Jóni Sigurðssyni og Þorv. Friðfinnssyni að semja tillögur í málinu. Nefndin lagði siðan fram svo hljóðandi tillögu í tveim- ur liðum : »Á sameiginlegum fundi útgerðarmanna úr veiðistöðvunum við Eyjafjörð, var i einu hljóði samþykkt að gera eftirfar- andi kröfur til Sildareinkasölu rikisins: a. Að eigendur smærri vélbáta og þeim, er lagnetasíld veiða, verði leyft að salta sina síld heimafyrir í veiði- stöðvunum, með skýrskotun til laga um saltsildarmat, enda geti einka- salan haft eftirlit með söltuninni ef þurfa þykir. b. Að reknetasíld og lagnetasild verði borguð nokkru hærra verði, eins og gert var fram að árinu 1929, heldur en herpinótasíldin. Þessi krafa bygg- ist á ómótmælanlegum gæðamun sild- arinnar og þvi, að með byggingu Síldarverksmiðju rikisins á Siglufirði er herpinótaskipum sköpuð bætt að- staða, sem á engan hátt getur náð til reknetabátanna, en lagnetabátar koma þar ekki til greina«. Um tillöguna urðu miklar umræður °g var henni vel tekið af fundinum. Þegar hér var komið, var fundi frestað til næsta dags. Laugardaginn 10. jan. kl. 107* f. h., Var fundurinn aftur settur á sama stað, °g þá tekið fyrir; 3. Landhelgismál. Erindreki Páll Hall- úórsson reifaði málið og lýsti ítarlega nhverandi ástandi strandvarnanna og Þýðingu þeirra fyrir útgerðina. Eftir nokkrar umræður var samþykkt Svo hljóðandi tillaga: »Sameiginlegur fundur útgerðarmanna sjómanna fyrir Norðlendingafjórðung, ^lyktar að skora alvarlega á ríkisstjórn- ina að láta að minnsta kosti eitt af varð- skipunum vera stöðugt á verði á fiski- miðunum úti fyrir Norðurlandi, meðan þorskveiðarnar standa þar yfir, frá miðj- um maí til ársloka. Ennfremur skorar hann á rikisstjórnina, að gera sitt ítrasta til þess, að landhelgin verði færð út, frá því sem nú er, helzt þannig, að firðir og flóar verði alfriðaðir fyrir botnvörpu- veiðum og öðrum veiðitækjum, sem skað- leg kynnu að reynast fyrir þorskveið- arnart. 4. Erfiðleikar og framlíðarhorfur þorsk- veiðanna. Forseti Fiskifélagsdeilda Norð- urlands, Guðmundur Pétursson, innleiddi umræður um málið og gat þess, að að- altilgangur fundarins væri sá, að ræða þetta vandamál og reyna að finna Ieiðir útgerðinni til viðreisnar. Las hann upp i sambandi við þetta, fundarsamþykkt frá siðasta fjórðungsþingi. Á fundinum var lesið upp bréf frá for- manni Bátaeigendafélags Siglufjarðar, Jóni Gíslasyni, þar sem frá því var skýrt, að samkomulag væri þar komið á milli há- seta og útgerðarmanna, um hlutaráðningu fyrir næstkomnndi vertíð. Um mál þetta hófust hinar fjörugustu umræður, en þar sem nú var komið fram að hádegi. var matarhlé tekið. Kl. 1 var fundurinn aftur settur og umræðunum haldið áfram, þar sem fyr var hætt. Snérust þær aðallega um kjör sjómanna og verkafólks, og hnigu um- ræðurnar mjög í þá átt, að heppilegt væri að hlutaráðning yrði almenn og fólk það, er að útgerðinni starfaði, hefði hagnaðarvon í þvi að spara sem mest fyrir útgerðina. 1 málinu kom fram svo hljóðandi tillaga: »Fundurinn er á einu máli um það, að skipulagsbundin hlutaskifting, eftir stærð bátanna, verði I öllum veiðistöðv-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.