Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 3

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 3
ÆGIR. MÁN AÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS. 24. árg. Reykjavík. — Marz 1931. Nr. 3. Ólafur Guömundsson skipstjóri. Faeddur 22. sept. 1884, drukknar 21. jan. 1931. Hinn 6. jan. s. 1. kvaddi ólafur Guð- Wundsson konu sína og börn, eins og svo ótal mörgum sinnum áður, er hann lagði afstað í sjóferðr. Þótti litil hætta virtist vera á ferðum hér, þar sem ólafur fór far- þegi á ríkisskipinu »Súð- ln<f, ætlaði með henni til Akureyrar og átti þar að mæta og fara áleiðis til Reykjavíkur með stóru, vel reiddu gufuskipi, að ^afni »Ulv«, taka móti fiski fyrir »Kveldúlfsfélag- á nokkrum höfnum vestra, og að þrem vik- bjóst hann við að sjá sina aftur, en það átti ekki að verða, því um kveldið 21. jan. mun »Ulv« fiafa farist í hrið og norðanveðri, á svo- nefndum þaralátursskerjum fram af Hornströndum. Hefur ýmislegt rekið úr skipinu á þessu svæði, sem bendir á staðinn þar sem það fórst með öllu og öllum Ólafur heit. Guðmundsson varð rúmra ö ára að aldri. Snemma tók hann að stunda sjó og tók stýrimannapróf hið tninna við Stýrimannaskólann þá korn- Áður hafði Ólafur Guðmundsson ungur, en er íslenzkum milliferðaskipum fjölgaði, beindist hugur hans til þeirra, og til þess að öðlast full réttindi gekk hann á Stýrimannaskólann veturinn 1918 og tók farmannapróf eða »meira prófið« vorið 1919. hann verið skipstjóri á mótorskipi »Svan« frá Stykkishólmi; varþaðvet- urinn og vorið 1917 og síðar á ms. »Högna«, í farþega og vöruflutningum hér við land. Eftir að hann lauk prófi vorið 1919,gerð- ist hann stýrimaður á seglskipinu »Huginn«,eign Iíveldúlfsfélagsins og var á því í millilandasigling- um í 2 ár, en í ágúst 1921, réðist hann skipstjóri á mótorskipið »Svölu« eign S. í. S. o. fl., fór með skipið 2 ferðir til Spánar og eina ferð til Belgíu.Að þeim ferðum loknum var skipinu lagt á Rauðarárvík í vetrarlegu, en í norðan stórviðri slitn- uðu festar þess og rak það á land hjá Rauðará við Reykjavík 24. marz 1922, og brotnaði svo, að eigi varð við það gert. Eftir það var hann að mestu stýri- maður og háseti á togurum. Frá 1926, vann ólafur heitinn mest á landi, eink- um hjá Kveldúlfsfélaginu, og var þar físktökumaður síðustu árin. Hann var prýðilega að sér, ritaði á-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.