Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 12
58 ÆGIR Skýrsla erindrekans í Austf.fjórðungi frá '/ío—;31/12 1930. Afli var lítill þennan ársfjórðung hér eystra, sem stafaði mikið af stöðugum ógæftum í október, og stirðum gæftum eftir það. Á Fáskrúðsfirði, þar sem vanalega hef- ur verið haldið áfram útgerð, og stund- um aflast vel á haustin og fram eftir vetri, var nú lítið um sjósókn eftir sept- emberlok, og svona var allstaðar hér á fjörðunum, enda varð aflinn á þessum ársfjórðung um 1000 skpd. minni áþessu ári en árið áður. Eins og sézt á afla- skýrslunum, þá er aflinn á þessu ári um 3000 skpd. meiri en árið 1929, það er að segja á heimilisfasta báta og skip hér, og báta sem eingöngu voru gerðir út héSan. Útgerð var þó yfirleitt ekki meiri í veiði- stöðvunum hér eystra, en árið áður, held- ur sumstaðar minni. Sala á fiski gekk mjög treglega, og þvi ver eftir því sem leið á árið. 1. Nóvbr. lágu óseld og óútflutt, eftir skýrslu yfir- fiskimatsmannsins, 26020 skpd. F»að er um 67*/* af ársafianum, og mér telst til, að hvergi á landinu hafi legið tiltölulega eins mikið eftir af ársafla einsogáAust- urlandi. Um áramótin núna lágu hér eystra tæp 23000 skpd. af fiski miðað við þurfisksvigt. Þessi fiskur var mestur óseldur og það af honum sem var selt var ógreitt, átti að greiðast við. afskipun. Síðast á árinu var farið að selja sumt af fiskinum i umboðssölu. Þó á þann hátt, að mikill hluti verðsins átti að greið- ast við afskipun, þannig að út á skpd. af prima þorski, var greitt 80 kr. og út á skpd. af príma labra, var greitt 52 kr.; fengist hærra verð, átti að bæta upp þelta verð. Allur Labrador-fiskur, eða minnsta kosti meiri parturinn af honum, varlát- inn upp á þessa skilmála, en af þorski var eitthvað selt fob. fyrir 88 kr. skpd. af príma fiski og 78 kr. fyrir annars flokks fisk. Til samanburðar má nefna, að í október var seldur 8A þurr þorskur fyrir 113 kr. skpd. fob., sem átti að af- skipast í nóv. og des. Fiskverð hefur því lækkað frá í sum- ar frá 23—30°/«, og á máske eftir að lækka enn þá, því hver getur sagt hvað fæst fyrir þann fisk sem liggur óseldur hér á landi. Hvað illa gekk að selja Austfjarðar- fiskinn árið sem leið, á sína orsök í ó- þurkunum s. 1. sumar, sem eflaust má telja eitt með allra verstu óþurkasumr- um, sem komið hafa hér á Austurlandi, á siðasta mannsaldri. Dálítið af fiski, helztýsu, var seltnýtt, sem flutt var á útlendan markað (isað). Það voru Færeyingar sem keyptu þenn- an afla, og greiddu fyrir hann, fyrst 12 aura danska, seinna 12 aura islenzka, kilóið slægt með haus. Petta mátti heita ágætis verð fyrir þessa tegund fiskjar, ýsu, sem er annars i mjög lágu verði, verkaður sem saltfiskur. F*etta var alveg nýr markaður fyrir útgerðina hér eystra sérstaklega á þeim stöðum, sem þessi færeyisku skip keyptu mest, sem var á Vopnafirði, Ðakkafirði, Gunnólfsvík og Skálum. Á þessum stöðum aflaðist ó- venju mikið af ýsu í júli og ágúst, og er mikill meiri hlutinn smáýsa, sem er verð- litil að salta. Frá þessum verstöðvum mun hafa verið flutt út um 120—150 smál. af isfiski. Hér á suðurfjörðum var dálitið selt af nýjum fiski til útflutnings, og voru það togarar og færeyisk skip, sem keyptu hann, og greiddu 12 aura fyrir kílóið. En því miður sinntu útgerðarmenn allt of lítið þessum sölumöguleikum. Þessi verzlun með nýjan fisk á s. 1.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.