Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 6
52 ÆGIR um Norðlendingafjórðungs að koma í stað kaupráðningar þeirrar, sem enn á sér víða stað«. Eftir miklar umræður var tillagan sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum. t*á var kosin nefnd til að gera tillög- ur um hlutaráðninguna og hlutu kosn- ingu : Jón Sigurðsson, Magnús Guðmunds- son, Sigfús Þorleifsson, Helgi Stefánsson, Sigurvin Edilonsson, Gísli Sigurgeirsson, Helgi Pálsson, Málmquist Einarsson og Guðmundur Pétursson. Að vel athuguðu máli, lagði nefndin siðan fram svo hljóðandi: Tillögur um kaupgreiðslu við línu- báta útgerð. »1. Á bátum 4 til 6 tonn, verði þrett- ándi partur, miðað við 6 menn við bát og öll linuvinna tekin af óskiftu og sé fisk- urinn saltaður, skal salt, plássleiga og allur aukakostnaður við það einnig tek- inn af óskiftu. II Á bátum 6 til 10 tonn verði tólfti partur eða helmingaskifti, miðað við 6 menn við bát og auk þess, sem talið er til frádráttar af óskiftu i lið I., skulu oliur og beita ennfremur greiðast af ó- skiftu. III. Á bátum 10 til 18 tonn, verði fjórt- ándi partur eða helmingaskifti, miðað við 7 menn við bát og sami frádráttur af óskiftu og getið er um í I. og II. lið. Verði um stærri vélbáta að ræða, en hér hafa verið tilgreindir, sem stunda þorskveiðar úr landi, verði helminga- skifti með sama frádrætti. í öllum þessum tilfellum kostar út- gerðarmaður reikningshald útgerðarinnar. Skyldir skulu sjómenn að vinna útgerð- inni allt það gagn, sem þeir geta, þar með talin uppstokkun, beiting o. s. frv. Kjör formanns, skulu vera H/s hlutur og að öðru leyti hlutfallslega hin sömu og háseta. Kjör vélamanns, skulu vera l1/* hlut- ur og að öðru leyti hlutfallslega eins og háseta. Kjör línustúlkna, fullkominna, skulu vera 100 kr. á mánuði og frítt fæði og húsnæði. Gjald fyrir að stokka línu, skal vera 25 aurar fyrir hvern stokk. Gjald fyrir að beita skal vera 20 aur- ar fyrir hvern stokk. Við reknetaveiðar beri bátverjum 33V» °/o af brúttóveiði bátsins, er skiptist í jafnmarga staði og menn eru við bátinn. Par sem um kaup er að ræða, skal hámarkskaup vera 150 krónur á mánuði og 75 aura premia af skpd. fiskjar, mið- að við 250 kg. fullsaltaðs fiskjar, frítt fæði og húsnæði, en ekkí þjónusta, (í stað premíu, má koma 60 öngla spotti)«. Tillögur þessar voru samþykktar með öllum greiddum atkvæðum, en þess var getið af fulltrúum ólafsfjarðardeildar og Dalvíkurdeildar, að þeir gætu ekki að öllu leyti fylgt þessu i ár, vegna þegar gerðra samninga. 5. Lánsstofnun fyrir bátaútveg og smá- iðju. Útgerðarmaður Helgi Stefánsson, reifaði málið með stuttri ræðu. Eftir miklar umræður var kosin nefndtilþess að gera tillögur í málinu. Kosningu hlutu: Jón Sigurðsson, Steindór Hjaltalin, og Páll Halldórsson. Málinu síðan frestað til næsta dags. Pá var kosin nefnd til að undirbúa umræður nm fisksölusamlags-málið, og gera tillögur í því, deildunum til athug- unar. Kosningu hlutu : Ingvar Guðjónsson, Þorvaldur Frið- finnsson og Helgi Pálsson. 6. Beitumálefni Norðlendinga. Erind- reki Pail Haildórsson hóf umræður um málið, með ítarlegri ræðu, en þar sem dagur var að kveldi kominn, var uffl' ræðum frestað til næsta dags.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.