Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 9
Ægir Ó5 FjórÖungsþing fiskideildanna í Austfirðinga- fjórðungi. Ár 1930, mánudaginn 15. desember, var fjórðungsþing fiskideilda Austfirðinga- fjórðungs sett á Eskifirði kl. 9 e. b. — Forseti Friðrik Steinsson setti þingið. Þessir kosnir fulltrúar voru mættir: Hermann Þorsteinsson og Sveinn Árna- son fyrir Seyðisfjarðardeild. Vilhjálmur Árnason fyrir fiskideildina »Ægir« á Þórarinsstaðaeyrum. Níels lngvarsson og Gísli Kristjánsson fyrir fiskideildina »Neptunus« á Norðfirði. Friðrik Steinsson og Eiríkur Bjarnason fyrir fiskideild Eskifjarðar. Hallgr. Bóasson fyrir fiskideildin á Reyðarfirði. Marteinn Þorsteinsson og Jón Oddsson fyrir fiskideild Fáskrúðsfjarðar. Markús Jensen á Eskifirði fyrir Vopna- fjarðardeíld. Kosin fjárhagsnefnd: Marteinn Þor- steinsson, Markús Jensen og Níels Ing- varsson. Samþykkt að skipta fulltrúunum í 3 nefndir, þannig: 1- nefnd: Friðrik Steinsson, Níels Ingvarsson, Jón Oddsson. 2. n e f n d: Marteinn Þorsteinssou, Gísli Kristjánsson, Vilhjálmur Árnason. 3. n e f n d: Herm. Þorsteinsson, Markús hensen, Hallgr. Bóasson, Sveinn Árnason, Eirikur Bjarnason. Til 1. nefndar var vísað: Frv. til laga um breytingu á lögum Fiskiíélagslslands. Samgöngumál. Til 2. nefndar: Frystihúsbygging á Aust- Uflandi. Útflutningur á kældum fiski. Til 3. nefndar: Síldareinkasalan. Sam- vÍQnumál. Síldarbræðsla. Forseti las upp bréffrá Fiskifél. íslands dags. 23. sept. sl., þar sem forseta fjórð- ungsþings Austfirðingafjórðungs er falið að kalla saman fjórðungsþing á þessu hausti til þess meðal annars að velja 2 fulltrúa til Fiskiþings, til 3ja ára, og til að semja fjárhagsáætlun fyrir fjórðungs- þingið fyrir næsta ár. Um bréf stjórnar- innar urðu nokkrar umræður, sérstakl. um ónýtingu kjörbréfa fulltrúa utan af landi, sem kosnir voru á Fiskiþing af sl. fjórðungsþingi. Tillaga svoblj. frá Niels Ingvarssyni og Friðrik Steinssyni, samþ. með 8 atkv. gegn 1 : »Fjórðungsþingið lýsir yfir því, að það telur að Fiskiþingið 1930 hafi misbeitt valdi sínu með þvl, að ógilda kosningu fulltrúa frá fjórðungsþingi Austfirðinga- fjórðungs 1929. Ennfremur væntirþingið þess, að framvegis verði fjórðungsþingin ein látin meta hvort fulltrúar frá deildum séu löglega kosnir«. Síðan voru eftirfarandi tillögur samþ.: 1. Síldarbrœðslustöð á Austurlandi. »Fjórðungsþing fiskifélagsdeilda Austflrð- ingafjórðungs skorar á Fiskiþingið og stjórn Fiskifélagsins, að beita sér fyrir því við Alþingi og ríkisstjórn, að reist verði þegar á næsta ári síldarbræðslustöð á Austurlandi, en óskar jafnframt eftir þvi, að athugað verði áður hvort tiltæki- legt þyki að byggja 2 minni stöðvar handa fjórðungnum, er vinni jafnframt úr fiski- úrgangi. Verði ein bræðslustöð byggð, þá sé jafnframt séð fyrir fullnægjandi flutn- ingi síldarinnar til bræðslustöðvarinnar frá öðrum veiðistöðvum á Austurlandí«. 2. Samvinnumál. »Fjórðungsþingið beinir því til fjórðungsþingsstjórnar og stjórna fiskifélagsdeilda að gangast fyrir því, að stofnuð verði sölusamlög á salt- fiski (verkuðum og óverkuðum) meðal útgerðarmanna og sjómanna í Austfirð- ingafjórðungi«.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.