Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 26
72 ÆGIR Skemmdir í Hafnarfirði af laugardagsofviðrinu. 14. febr. 1931. Laugardaoinn 14. febrúar 1931, gerði afspyrnurok af suðvestri og gekk i há- vestur þegar hvassast var, eða um kl. 6 um kvöldið. Sleit þá tvo linnbáta, Elj- una og Namdal, er lágu i austurkrikan- um við gömlu bryggjuna. frá bryggjunni og rak þá báða beint á landálmu nýju bryggjunnar. Voru þeir að lemjast við bryggjuna þar til um nóttina að veðrinu slotaði og þeir voru dregnir upp í f|öru. Bæði skipin skemmdust mjög mikið. Af Namdal brotnuðu bæði siglutrén og flest annað ofan þilja meira og minna. Sjálfur skipsskrokkurinn brotnaði einnig mikið og bramlaðist. Eljan skemmdist mjög, aðallega stjórnborðsmegin. Skemmdirnar á nýju bryggjunni urðu allmiklar. Brotnuðu 16 staurar alveg í yztu röð á landálmunni og 5 staurar skemmdust mikið. Einnig brotnuðu og skemmdust mörg tré og skástífur og þilj- ur álmunnar gengu upp á alllöngu svæði. Þar að auki skekktist eitt »ok« ofarlega í álmunni og myndaðist þar bogi á bryggj- unni. Þrátt fyrir þessar skemmdir álitur bæj- arstjóri, að hagt verði að nota bryggjuna á vertiðinni og að viðgerð á henni þurfi ekki að stöðva notkun hennar. Skemmd- irnar hafa ekki verið metnar enn og verður ekki byrjað á viðgerð á bryggj- unni fyr en að þeirri matsgerð lokinni. Sjópróf út af þessum skemmdum,sem urðu á línubátunum og bryggjunni, var haldið í Hafnarfirði mánudaginn 16. febr. Þykir ekki tímabært að svo komnu máli, að skýra neitt nánar frá því, er fram kom í prófinu. Þess skal þó getið, að sjórétturinn í Hafnaríirði fór þess á leit við sjórétt Reykjavíkur, að hann útnefndi menn til að meta skemmdirnar á skip- unum og bryggjunni. Eljan hefur verið dæmd ónýt. t Kaupmaður Ólafur Ófeigsson í Keflavík, er nýlátinn á spítalanum í Hafnarfirði. Hann var jarðaður í Keflavík, mið- vikudaginn 18. marz og fylgdi honum tjöldi manns til grafar. Verðlagsnefnd línuveiðaraeigenda og sjómannalélaganna hefur ákveðið, að það tímabil, sem af er árinu og til kl. 12 á miðnætti aðfaranótt 28. marz skuli verð á fiski og lýsi reiknast sem hér segir: Stórfiskur 24 aura kg. Smáfiskur 21 eyri — Lýsi 671 /2 - — Samkvæmt þessu ber um þetta áður- nefnda límabil að greiða aflaverðlaun á línugufuskipum svo sem hér segir: Af línuf., stórf., lágmark 6 kr af smál. Af linuf., smáf. og öðrum fiski 4,50 af — Af netafiski..............5,00 - — Af hverjum 105 kg. lýsis 1,12 í netndinni eru sömu menn og í fyrra : Kristján Bergsson (dómkvaddur), Páll Ólafsson og Þórarinn Böðvarsson út- nefndir af útgerðarmönnum, en Björn Jóhannesson og ólafur Friðriksson, út- nefndir af sjómannafélögunum. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. RíkisprentsmifSjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.