Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 14
60 ÆGIR ári um 3250 skpd. af útlendum skipum, það var um 1000 skpd. minna en árið 1929. Fiskur keyptur af útlendum skip- um, var keyptur á Seyðisfirði og Norð- firði, og sundurliðast þannig : Á Seyðisfirði var keypt af 1G færey- iskum skipum og 4 norskum skipum samtals 926 skpd. Á Norðfirði var keypt af 8 færéyiskum skipum og 16 norskum skipum, samtals 2324 skpd. Hagnaður af þessum útlendu fiski- kaupum, býst ég við að verði með minnsta móti á þessu ári, enda máske skaðlítið þó sú verzlun leggist niður, því það hef- ur virzt, að hún hafi ekki verið rekin eins og vera ætti, og sennilega affara- sælla fyrir þá menn, sem hafa haft þessa verzlun með höndum, og það fáa fólk, sem haft hefur atvinnu við það, að snúa sér að einhverri annari atvinnu til lands eða sjávar. Ég ferðaðist um firðina i október í haust, og kom þá aðallega við á Eski- firði, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Á Eski- firði hélt ég fund í fiskifélagsdeildinni, sem varð til þess að blása lífi í hana, á Eskifirði hélt ég líka fund í deildinni, en á Reyðarfirði gat ég ekki fengið komið á fundi, bæði vegna anna í sláturtíðinni og þó sérstaklega vegna þess, að ýmsir af aðalstyrktarmönnum deildarinnar voru ekki heima. En þessi ferð mín varð þó til þess, að deildin var endurreist, greiddi skatt fyrir árið 1930, og það virtist vera að vakna þar mikill áhugi fyrir sjávar- útvegsmálum. Á Norðfjörð kom ég á ferð- unum fram og til baka, og átti tal við stjórnarmenn deildarinnar þar, og aðra málsmetandi menn, og voru þeir allir með brennandi áhuga fyrir því að Fiskifélagið og deildir þess, mættu og gætu starfað sem mest og bezt fyrir sjáv- arútvegsmálin. Allstaðar á þeim fundum sem ég var á, í fiskifélagsdeildunum, bæði hér og suður á fjörðum, kom fram mikill áhugi fyrir öllum útgerðarmálum, og ég verð að segja það að lífið í fiskifé- lagsskapnum hér á Austurlandi, er nú sæmilega gott. Því til stuðnings, að þelta álit mitt sé á rökum byggt, vil ég vísa til Fjórðungsþings-fundargerðarinnar og þess, að þar voru mættir 11 fulltrúar frá 7 Fiskifélagsdeildum, sem allar höfðu haldið einn, tvo og sumar þrjá fundi til undirbúnings mála fyrir Fjórðungsþingið. Fjórðungsþingið var haldið 15. til 17. des. s. I. Fundargerð þess er að sjá í »Ægir«. Mótorvélanámsskeið var haldið hér á Seyðisfirði í vetur, og byrjaði 8. des. s. 1. Yfir 20 nemendur sóttu um inntöku á það, en sumir (tveir) hættu strax. Tveir hættu síðar, en 18 voru út allan tímann, þar af náðu 17 góðu prófi, sumir ágætis- prófi, en einn stóðst ekki prófið Kenn- ari við námsskeiðið var Jens Sigurðsson vélfræðingur frá Reykjavik, og þótti hann leysa það starf vel af hendi. Að svo mæltu lýk ég máli minu í þetta sinn, en skal þó geta þess að end- ingu, að bréf það er ég sendi til allra útgerðarmanna um miðjan nóvember s. I., um beitukostnað og beitunotkun, hef- ur ekki verið svarað nem í af örfáum mönnum. Ég vil því nota tækifærið og skora á alla þá útgerðarmenn hér á Aust- urlandi, sem lesa þessa skýrslu, og sem fengu umrætt bréf frá mér, að senda mér sem fljótast skýrslu um beitunotkun og beitukostnað, að minnsta kosti fyrir s. 1. ár, þó ekki sé meira. Seyðisfirði 5. febr. 1931. Virðingarfyllst Herm. Þorsteinsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.