Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 7

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 7
ÆGIR 53 Sunnudaginn 11. jan. kl. 10 árdegis, var fundurinn enn settur og umræðum haldið áfram um »Beitumálefni Norð- lendinga«. 1 málinu bar erindreki Páll Halldórsson, fram svo hljóðandi tillögu: sÞar sem nú eru mjög víða í fjórð- ungnum komin upp vönduð frystihús og útlit er fyrir, að þau komi á nálæg- um timum, þar sem þau eru enn ekki byggð, lítur fundurinn svo á, að brýna nauðsyn beri til, að gera eitthvað veru- legt, til þess að tryggja framtíð þessara dýru fyrirtækja og telur þá heppilegustu leiðina að lögvernda frystihúsin með banni á notkun nýrrar beitu á vorín fram að þeim tima er hafsíld fer venju- lega að aflast, en það má gera með al- niennri héraðssamþykkt, staðfestri af stjórnarráðinu. Þó gerir fundurinn ekki ráð fyrir að slík héraðs- eða fjórðungs- samþykkt geti komið til framkvæmda fyr en öll beituþörf Norðlendingafjórð- ungs, er tryggð með aðgengilegum frysti- húsum. Telur fundurinn þvi rétt, að full- trúar á þessum fundi flylji þetta mál, á slmennum fundum útgerðarmanna, hver í sinni veiðistöð, og afgreiðir því málið a þeim grundvelli«. Öm málið urðu miklar umræður og voru menn sammála um það, að útgerð- ^rmönnum beri að tryggja atvinnuveg sinn með því að eiga jafnan aðgang að frosinni beitu, ef ný beita brygðist. Tillaga Páls var síðan borin upp og samþykkt með 9 atkv. gegn 4, en tillaga frá Guðmundi Péturssyni, sem hér fer á ehir, samþykkt með öllum greiddum at- kvæðuna: »Pundurinn er sammála um það, að oauðsynlegt sé fyrir allar veiðistöðvar að tryggja sér frosna síld til beitu, allt tunnur á bát, og telur mjög nauð- aynlegt, að upp komi frysti- eða kæli- hús, þar sem þau ekki eru til«. t málinu var enn borin upp svo hljóð- andi tillaga, frá Sigfúsi Þorleifssyni: »Fundurinn lítur svo á, að beitusild hafi verið of dýr undanfarandi ár, og er sammála um það, að reyna beri að ná samningum um það, að verð á beitusíld frá Akureyri verði ekki hærra en 20 kr. tunnan og síld, veidd í veiðistöðvunum verði ekki hærri en 15 kr. tunnan eða 5 aura stykkið«. Tillaga þessi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 7. Lánsstojnun fyrir bátaútveg og smá- iðju. Nefnd sú, sem kosin hafði verið í malinu, bar fram svo hljóðandi tillögu: »Fjölmennur, sameiginlegur fundur út- gerðarmanna og sjómanna í Norðlend- ingafjórðungi, haldinn á Akureyri, dag- ana 9. til 11. jan. 1931, ályktar í einu hljóði að senda rikisstjórn íslands eftir- farandi áskorun: 1. Þar sem að jafnvel opinber blöð, hafa flutt þá frétt, að i ráði væri að leggja Útbú Útvegsbanka Islands hér á Akureyri niður, þá mótmælir fund- urinn harðlega þeirri ákvörðun, ef sönn skyldi vera, og væntir þess virðingarfyllst, að hið háa Stjórnar- ráð, og aðrir sem hlut eiga að máli, gangi ekki fram hjá þessari áskorun vorri. 2. Fundurinn skorar á Alþingi og rík- isstjórn, að sjá fyrir því, að smáskipa- útgerð íslendinga fái.'nú þegar á þessu ári, aðgang að sæmilega ódýrum rekstrarlánum, sem, þótt að eins væru miðuð við skamman tima í hvert skifti, myndu koma smærri útgerð- inni að stórmiklum notum, á hverj- um tíma, og nú sérstaklega, verja hana fyrir stórhnignun eða jafnvel hruni. Fundurinn leyfir sér að senda hinu háa stjórnarráði rökstudda greinar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.