Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 4

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 4
50 ÆGIft gæta hönd, talaði ágætlega ansku og dönsku. Auk þess var hann hagur vel á tré og smíðaði margt, bæði við hús það sem hann reisti á Framnesvegi 30 og svo ýmsa muni innanstokks. Hann var bókavinur mikill og átti margar bækur. Hinn 15. júni 1912, gekk ólafur að eiga Guðrúnu Friðfinnsdóttur frá Hálsi í Kjós, dóttur Guðfinnu Gísladóttur, síðari konu Fórðar bónda á Hálsi og skipstjóra Frið- finns Friðfinnssonar á óttarstöðum í Hraunum, fyrra manns hennar, mesta merkismanns. Varð þeim Guðrúnu og Ólafi þriggja barna auðið, sem öll eru á lífi hjá móður sinni, einn piltur, ný- lega fermdur og tvær dætur ófermdar, sem öll eru mestu myndarbörn. Allir vinir og vandamenn ólafs heitins sakna hans. Hann var ágætur heimilis- faðir og tryggur vinur vina sinna. Sv. E. Fundargerð. Árið 1931, föstudaginn 9. janúar, var settur og haldinn fundur i húsi Verzl- unarmannafélagsins á Akureyri, með full- trúum frá Fiskifélagsdeildum Norður- lands. Var til fundarins boðað samkvæmt samþykkt fjórðungsþings Fiskifélags- deilda Norðurlands, sem haldið var á Akureyri þann 12. og 13. desbr. 1930. Fundinn setti erindreki Fiskifélagsins, Páll Halldórsson, og lýsti með itarlegri ræðu tilgangi fundarins og tók það fram, að fund þennan bæri ekki að skoða sem deildafund, heldur væri hannsameiginleg- ur fundur útgerðarmanna og sjómanna Norðurlands. Að ræðunni lokinni nefndi hann til fundarstjóra forseta hiskifélags- deilda Norðurlands, Guðmund Péturs- son, en varafundarstjóri var kosinn Jón Sigurðsson í Hrisey og fundarskrifarar Gunnar Þórðarson og Jón Benediktsson. Á fundinum voru mættir auk forset- ans, eftirtaldir fulltrúar: Fyrir Hríseyjardeild: Jón Sigurðsson og Theodór Oddsson. Fyrir ólafsfjarðardeild: Þorvaldur Frið- finnsson, Magnús Guðmundsson, Jónas Jónsson. Fyrir Dalvíkurdeild: Sigfús Þorleifsson, Pétur Baldvinsson. Fyrir Grenivíkurdeild: Helgi Stefáns- son, Sigurður Ringsteð, Vilhjálmur Gríms- son, Þorsteinn Stefánsson. Fyrir Árskógsstrandardeild: Sigurvin Edilonsson, Jóhann Sigurðsson, Svan- laugur Þorsteinsson. Fyrir Akureyrardeild : Ingvar Guðjóns- sson, Steindór Hjaltalín. Fyrir Flateyjardeild: Gísli Sigurgeirs- son, Þorsteinn Jónsson. Fyrir Hjalteyrardeild: Sig. Sigurðsson. Fyrir Raufarhaínardeild: Hólmgeír Helgason. Á fundinum var tekið fyrir: 1. Kosin dagskrárnefnd: Þorv. Frið- finnsson, Helgi Stefánsson, Jón Sigurðs- son, Sigurður Ringsteð, Sigurvin Edi- lonsson. Nefnd þessi lagði siðar fram eftirfar- andi dagskrá fyrir fundinn: 1. Sildareinkasalan. 2. Landhelgismál. 3. Erfiðleikar og framtiðarhorfur þorsk- veiðanna. 4. Lánsstofnun fyrir bátaútveg og smáiðju. 5. Fiskisölusamlag. 6. Beitumálefni Norðlendinga. 7. Fiskimat. 8. Önnur mál. 2. Sildareinkasalan. Lesnar tillögur síð- asta Fjórðungsþings, viðvíkjandi Síldar- einkasölunni og starfsemi hennar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.