Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 19
ÆGIft 65 áttum við að stríða, er að minnsta kosti ekki hægt að segja annað en reikningur- inn væri mjög sanngjarn, en þrátt fyrir það fékk ég ekki reiknínginn greiddan, fyr en eftir mikið þref, stapp og stríð, en sennilega verð ég aldrei jafngóður, eftir þá næturdvöl á Hafnabergi, i fulla 6 klukkutima, í hvínandi roki og slag- viðri, allur blautur inn að skinni, og blóðmarinn á báðum fótum. Síðan þetta skeði, hefur það verið, er og verður, sannfæring mín, að breska stjórnin, leggi ekki ýkja þung lóð á metin, þegar hún vigtar lífsverðgildi þeirra þegna sinna, sem hrifnir eru úr dauðansgreip- um á elleftu og síðustu stundu, af ís- lenzkum alþýðumönnum. Eg ætla að geta þess hér, að þegar ég bjargaði af þýzka botnvörpungnum »Grænland«, sæmdi keisarinn mig gull- medalíu (rauðu arnarorðunni), auk þess tékk ég stórgjafir, og þakkarorð í þýzk- um blöðum, fj'rir björgun og móttöku skipbrotsmannanna, og hefi ég þó ekkert gert fyrir þýzku þjóðma, við það sem ég hefi gert fyrir þá ensku, en þakklætis- og drenglyndis mismun beggja þessara stórvelda, vildi ég gjarnan mega vigla fyrir augum brezku stjórnarinnar, um leið og hún vigtar lifsverðgildi þeirra þegna sinna, sem ég með félögnm mín- om hefi hrifið úr greipum dauðans. 13. 8trandið. 10. nóv. 1917, strandaði fyrir neðan Kalmannstjörn, islenzkur mótorbátur af Eyrarbakka, »Einingin«. Strandaði bát- Ufinn um kvöldið í austanbyl. en engu hvassviðri, náðum við mönnunum strax um kvöldið (5 mönnum). Um morgun- mn var báturinn sokkinn; var hann hlað- Iun matvöru o. fl. sem allt fór í sjóinn, eu rak þó til lands, að mestu, meira og minna skemmt. Báturinn brotnaði svo litlu seinna í mél, í stórbrimi. 14. strandið. Hinn 27. jan. 1925, strandaði undir Hafnabergi, þýzkur botnvörpungur »Bay- ern«, varð strandsins ekki vart fyr en daginn eftir, var skipið þá komið í mask, og fórust allir skipverjar. Nokkrum dög- um seinna rak lík skipstjórans; var það flutt til Reykjavíkur og jarðsungið þar. 15. strandið. Hinn 27. okt. 1927, strandaði skammt fyrir sunnan Kalmannstjörn, þýzkur botn- vörpungur »BiIwárder«. Björguðum við öllum mönnunum á kaðli (körfu) í land og næstu daga var öllum fiski og kolum, og allri áhöfn bjargað, tapaðist ekkert smátt né stórt, sem skipi þessu til heyrði. 16. strandið. Hinn 22. 1929, strandaði skammt fyrir sunnan Hafnaberg, þýzkur botnvörpung- ur »Alteland«. Strandaði skipið um stór- straumsflóð, og gengu skipverjar sjálfir úr því þurrum fótum. Miklu varbjargað úr skipi þessu, en fór fyrir sárlítið verð, því aðstaða er afarvond, ægisandur og strandið fjarri öllum mannabyggðum. Pá eru upptalin öll þau strönd, sem komið hafa fyrir í Hafnahreppi, síðast- liðin 130 ár, en tvö skip hafa strandað hér, sem losnuðu aftur, og eru þau því ekki talin með. Ól. Ketilsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.