Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 20

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 20
66 ÆGIÍÍ Ólafur Ketilsson hreppstjóri. Myndin, sem þessari skemmtilegu frá- sögu, eða öllu fremur skýrslu, fylgir, er af höfundinum, hreppstjóra Ólafi Ketils- syni. Um leið og ég, sem ritstjóri »Ægis«, þakka honum fyrir grein, sem er prýði fyrir ritið og tekur af ýmsar missagnir, er fram liða stundir, get ég þakkað hon- um, frá ýmsum lesendum »Ægis«, sem hafa rekið á eftir að framhald kæmi, en því miður er rúm svo takmarkað, að vart hefur verið auðið að birta hið bráð- nauðsynlegasta, bæði ársyfirlit og ýmsar skýrslur, frá erindrekum, fundahöldum og aflaskýrslur, sem verða að sitja fyrir öllu. Vænta ýmsir þess, að fleira birtist á prenti eftir Ólaf, enda fer bezt á því, að frásagnir eins og þær um skipströnd.sem hann hefur birt, séu skráðar meðan nógir vottar eru á lifi, sem geta borið um, hvort rétt sé skýrt frá eða ekki. Margir fróðir menn eru hér, sem veigra sér við að skrifa, af ótta fyrir að mál- færi og stafsetning verði gagnrýnd er það birtist á prenti, og þá fundið léttvægt, með málfræðilegum göllum og fleiru, en meðan hér er voðalega spennandi að fara til altaris, Reykjavíkurband spilar, rétt- ritun er öðruvísi nú. en hún var fyrir 2—3 árum og verður ef til vill önnur eftir nokkur ár, þá er óþarfi að verða feiminn, þótt fundið sé að einu og öðru í blaðagrein. Er leitt til þess að vita, að ýmiskonar fróðleikur glatist með öllu, af ótta fyrir illri meðferð á höfundi er hann kemur opinberlega fram, með sanna viðburði, almenningi til gagns og gamans. Það hefur verið lalað um, að »Ægir« hefði fáa kaupendur og satt er það, að vænta mætti þess, að fleiri sjómenn keyptu rilið en verið hefur. Skýrslur og töflur eiga að sitja fyrir, en almenningur heimtar meira með, og sökum þess að Ægir er hið eina rit islenzkt, sem um fiskiveiðar og farmennsku fjallar, þá á vel við, að sjóferðasögur birtust þar endr- um og sinnum, til að fjörga lesendur, því það er víst, að þær eru vel séðar, einkum þær, sem skýra frá ýmsu, sem núlifandi menn kannast við oggetavitn- að, að sannar séu. Ekki myndu þær draga úr kaupendatölu. Það er t. d. ó- missandi í sögu landsins, að fá að sjá það á prenti og sannanlegt, að ólafur Ketilsson skuli við Í2. strandið, sem menn ættu að lesa með athygli, setja 1 kr. og 25 aura um klukkustund, fyrir aðra eins vinnu og þar var látin í té, auk skips- láns og eiga á hættu að missa það, og svo að lokum eiga i stímabraki að fá þelta greitt. Aðeins þetta atriði er svo merkilegt, að ég tel óvíst að önnur tíma- rit landsins hafi fært lesendum sínum meiri fróðleik. Svbj. Egilson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.