Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 22

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 22
68 ÆGÍR Allmikill útflutningur hefur verið til Bresku Vesturindía og Porto Rico, en verðið hefur verið lágt og hagnaður lítill. Til miðs janúar hefur verið útflutt af fyrra árs afla 36 þús. quintalar til Porto Rico og sama til Jamaica og 2000 quin- talar til Kuba. Alls hefur verið úlflutttil Vesturindiaeyjanna á þessu tímabili 92 þúsund quintalar á móti 43 þús. quin- tölum á sama tima í fyrra. Beituskortur sá, sem vér höfum getið um í fyrri bréfum, hefur orðið til þess, að á mörgum stöðum i Newfoundlandi er búið að reisa hús til að frysta og geyma beitu í. Beitugeymsluhús þessi eru úr timbri með tvöföldum veggjum, gólfi og þaki. Millibilið er 8 þuml. og er fyllt með sagi. í húsin eru settir galv. járngeymar, sem eru fylltir muldum ís. Verð slíks húss er talið vera 3000 doll- arar. Ráðgert er að byggja slík hús í helztu veiðistöðvum. Úr bréfi frá aðalkonsúlnum i Montreal. Frakkneski fiskiflotinn. í ár eru liðin 500 ár, siðan 30 frakknesk skip lögðu af stað til veiða við íslandsstrendur, i fyrsta sinn. Árið 1885 veiddu 314 frakknesk skip hér við land, en árið 1931 gengu aðeins frá Paimpol. 7 skonnortur, frá Gravelines 13 stórir kúttarar og 10 botnvörpuskip. Að líkindum leggur að eins út 3/j af fiskiflotanum frá St. Malo til djúphafs- veiða (»grande péche«) næsta vor; eru það um 40 seglskip og af þeim verða að eins 6, sem fara til Newfoundlands, en hin ætla að leita gæfunnar á hinum nýju fiskislóðum við Grænland. Hækkun á aðflutningsgjaldi á fiski til Frakklands. Tillögur frönsku ríkis- stjórnarinnar um tollupphæðirnar, hafa nú náð samþykki þingsins, að því frá- skildu, að felld hefur verið burtu tillag- an um tollhækkun á þorskalýsi. Með frönskum lögum dags. 14. febr. s. 1., hefur aðflutningsgjaldið á þurkuðum saltþorski þvi verið hækkað úr 81.60 fr. upp í 150 fr. pr. 100 kilo, en á ýsu úr 81.60 fr. upp í 200 ír. pr. 100 kilo. Á nýjum eða frosnum fiski hefur tollurinn jafnframt verið hækkaður frá 34 upp í 100 fr. pr. 100 kilo. (Tilkynning frá Stjórnarráöinu 12. marz 1931) Nýi hafnarbakkinn hrynur. KI. 11 l/a hinn 6. marz fór varðmaður- inn á »Suðurlandi«, Jason Sigurðsson, Brekkustig 14, að taka eftir smáhvellum og brestum. Á fyrsta tímanum ágerðust þessir hvellir, og voru margir eins og byssuskot, og eínnig ágerðist brakið, þar til kl. 1, að nokkur hluti af nýja hafn- arbakkanum sprakk fram að neðanverðu með miklu braki og bramli. Varð Jason í fyrstu hræddur um, að járnið myndi lenda á skipinu, en sá fljótt að svo myndi þó ekki verða, því það var að neðan- verðu, að járnin í bakkanum sprungu fram. Er hann sá að skipið var ekki i neinni hættu, fór hann upp í hafnar- skrifstofu til að láta menn vita. En hítti þar engan, þvi að næturvörður á hafn- arskrifstofunni mun hafa verið að snú- ast i öðru. Fór hann þá á tollstöðina og bað tollvörðinn að hringja á hafnarskrif- stofuna að láta vörðinn vita um þetla. Jason segir, að eftir á að hyggja, þá muni brestirnir hafa byrjað fyrir kl. II1/3 þótt þeir væru ekki svo miklir fyrir þann tima að hann veitti þvi sérstaka athygli.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.