Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 16

Ægir - 01.03.1931, Blaðsíða 16
62 ÆGIR sem fórst með öllu og öllum, jóladaginn 1929, í Vigoflóa, voru fjórir Islendingar, allir lögskráðir hér í Reykjavík, til þess að vinna á skipinu Spánarferð þá, er það hóf héðan um miðjan desember. Móðir eins þeirra, sem með skipinu fórust, fann mig að máli, vorið eftir (1930) og bað mig að reyna að komast að, hvort engar dánarbaetur myndu greiddar fyrir hinn Iátna. Þar eð ég hafði enga hug- mynd um, hver hafði lögskráð hann, hringdi ég aðalræðismann H. Bay upp, og bar upp erindi móðurinnar. Kvaðst hann ekki geta svarað spurningu þeirri þegar, en lofaði að grennslast eftir því, hvort norska útgerðin (»AsIaugar<(), léti nokkuð að mörkum, því um aðrar dán- arbætur myndi eigi að ræða. Skömmu síðar tilkynnti hr. Bay mér i síma, að hann hefði fengið svar og að utgerðin hafi þegar greitt 150 — eitt hundrað og fimmtiu — krónur fyrir hvern mann, og einnig, að konu þeirri, sem ég spurði fyrir, hafi verið send sú peninga- upphæð, sem henni, sem móðir hinns drukknaða manns bar, o: 150 krónur. Þegar þessir fjórir menn réðust á »As- laug«, voru dánarbætur hér ákveðnar, 3000 — þrjú þúsund — krónur og 300 kr. fyrir hvert hjónabandsbarn í ómegð, og 600 kr. fyrir hvert óskilgetið barn i ómegð. Þetta er aðstandendum þeirra tryggt, sem hér eru skráðir á íslenzk skip, en virðast missa rétt þann, þegar þeir eru skráðir á erlend skip. Hvað segja íslenzku sjómannafélögin og aðstandendur sjómanna um þessar ráðstafanir ? Hér sem annarsstaðar í heiminum, getur það hent, að erlend skip þurfi á hásetum eða kyndurum að halda, og ráði hér innlenda menn, en þá ættu þeir, sem fúsir eru að fara ferð til annara landa, að grennslast eftir, hve lengi þeir geti verið með skipinu, hvernig heimför þeirra sé ráðstafað, breyti skip um ferð og komi eigi hingað aftur, og að lokum hvort þeir, sem starfandi menn á skip- inu, njóti eigi sömu réttinda oghinirer- lendu félagar þeirra og séu dánarbætur ákveðnar í samningum hinna erlendu, að Islendingunum séu þær einnig tryggðar. Gera má ráð fyrir, að samninga milli landa þurfi til þess að koma slíkum jöfn- uði á, en hér er hver frjáls að þvi, að neita að skrá á það skip, hverrar þjóð- ar sem er, sem ekki tryggir íslendingum híð sama, og hinum erlendu skipverjum er tryggt. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði mun fróð- astur um, með hvaða kjörum enskir tog- arar hafa ráðið islenzka fiskimenn, með- an Helleyer og fleiri útlendingar gerðu út þaðan, en hvað ensk flutningaskip á- hrærir, munu íslendingar, þegar svo ber undir, sæta hinu sama og Norðmenn bjóða þeim, t. d. almennt háseta eða kyndarakaup á mánuði, kosta sig sjálfir heim, af þeím aur.um, engar dánarbætur til aðstandenda farist menn, og máske lögskráðir hjá mönnum, sem engan rétt hafa til að ginna íslenzka ríkisborgara út i slikt flan. Fáist engin leiðrétting á sliku ráðn- ingarfyrirkomulagi, ættu sjómannafélög hér að taka þetta mál í sínar hendur og skora á alla sem einn, að ráða sig ekki á erlend skip, nema þeim séu tryggð sömu kjör og hlunnindi, sem aðrir skips- menn hafa, og að ráðning þeirra fari fram á opinberri ráðningaskrifstofu hér. Heyri þetta undir einhverja milli- landasamninga, ætti að koma þeim á sem fyrst, því það sæmir ekki, að það ástand haldi áfram að ríkja, sem nú er. Svb. Egilson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.